fbpx

Stjórnarfundur LEB nr. 264

haldinn 5. júní. 2013 kl.13 :00 að Sigtúni 42 Rvk.

 

Mætt voru : Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK)  Hukur Ingibergsson (HI) Eyjólfur Eysteinsson (EE) Ragnheiður Stephensen (RS) Anna Lúthersdóttir (AL)  Grétar Snær Hjartarson (GSH)  Jón Kr Óskarsson (JKÓ) Fjarverandi:  Sveinn Hallgrímsson (SH)  og Jóhannes G Sigvaldason (JGS)

 

JVG setti fund og bauð fundarmenn velkomna til starfa.

1.         Formaður lagði fram  fundargerð nr. 263  og bað um umsögn.

Afgreiðsla  stjórnar. Fundargerð samþykkt.

 

2.         Vinna formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra frá  7 mai — 5. Júní  2013.

7-8 maí            Landsfundur LEB í Hafnarfirði.

7 maí.             JVK í viðtal á  Bylgjunni um landsfundinn.

8.mai                          Stjórnarfundur LEB.

9.mai.                          JVK sendir ályktanir Landsfundar á 8 fjölmiðla.

10.mai                         Ýmis undirbúningur vegna NSK fundar.

12 -15 mai.      JVK á fundi í Finnlandi. Flytur skýrslu um LEB og situr fyrir svörum.

16. mai.           Mikill póstur í tölvunni hjá JVK, svara því.

22. mai.           Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands JVK,HI og EE mæta. JVK kosin í stjórn í stað

Helga Hjálmssonar sem óskaði eftir að hætta. Stjórnarfundur LEB sama dag.

23. mai.           JVK og HI ganga frá bréfi til Landssamtaka lífeyrissjóða með ósk um samstarf, Sjá fylgiskjal 1

25.mai.            JVK sendir Halldóri Halldórssyni ályktun landsfundar um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. Hann lofar að kynna það í stjórn SÍS.

26.mai.                        JVK í viðtal við RÚV um kjaramál og stefnu ríkisstjórnar, birt í útvarpi og sjónvarpi um kvöldið.

27.mai.            GSH sendir ályktun landsfundar um RÚV til útvarpsstjóra.  JVK sendir allar

ályktanir landsfundar í Bændablaðið, Austurgluggan blað Austurlands, BB Ísafirði

og Hafnarfjarðarpóstinn. Hringir í alla viðkomandi, sem lofa góðu.

28.mai.            EE og JVK vinna í fundargerð landsfundar.  Þau gera ýmsar lagfæringar, JVK sendir GSH.

29.mai.            Yfirlesin fundargerð 263 af JVK.  Send til GSH. Undirbúningur næsta stjórnarfundar.

3. júní.             JVK mætir á aðalfund FEB í Strandabyggð.

4. júní.             Fundur með Félagsmálaráðherra kl 14:00 JVK, HI, EE mæta og fara yfir kjaramálaályktun landsfundar og samning við Velferðarráðuneyti frá s.l vetri.

4.júní.                          Ársfundur Tryggingarstofnunar kl.15:00 JVK mætir.

 

Afgreiðsla:  Liðurinn er tilkynning. JVK þakkað fyrir góða vinnu.

 

3.        Fundargerð landsfundar.

Afgreiðsla: Fundargerðin send til FEB-félaga, sem hafa frest í mánuð til að gera athugasemdir.

 

4.    Ósk um styrk.

Bréf sent til  LEB með ósk um styrk vegna  útgáfu á  mynddisk með ólíkum leikfimisæfingum fyrir eldra fólk. Diskurinn mun innihalda átta ólíka þætti sem hver um sig eru 10 mín. Gönguþjálfun og reglulegri heilsurækt.

Afgreiðsla :  Ákveðið að styrkja þetta verkefni um kr  50.000  úr Styrktarsjóði aldraðra.

 

5.    NSK.´Finnland.

JVK sagði frá fundi  NSK sem hún fór á til Finnlands  og vitnaði í það að við værum öll búin að fá skýrslu  hennar í pósti. Enfremur sagði hún að þar hafi komið fram að lagt yrði til  að eftirlaunaaldur yrði hækkaður um tvö ár í Finnlandi og  svipaðar hugmyndir  eru í gangi á hinum Norðurlöndunum.

Afgreiðsla:   Skýrslan er tilkynning.

 

6.    Skipað í nefndir.Starfsnefndir LEB til tveggja ára.

Kjaranefnd,

Formaður Þórunn Sveinbjörnsdóttir Rvk. Grétar Þórsteinsson Rvk. Baldur Þór Baldvinsson Kóp. Sverrir Vilbergsson Grindavík. Stefanía Magnúsdóttir Garðabæ.  Varamenn Jón Kr Óskarsson Hafnarfirði. Guðrún Blöndal Rvk.

 

Velferðarnefnd.

Formaður Ragnheiður Stephensen.Mosf. AnnaLúthersdóttir Ölfs. Ásgeir G Jóhannesson Kóp.

Varamenn Sigurbjörg Björgvinnsdóttir Kop. Loftur Magnússon Hafnf.

 

Samráðsnefnd með Tryggingarstofnun

Ragnheiður Stefphensen, Mosfellsbæ, Ástbjörn Egilsson Garðabæ.

 

Fjárhagsnefnd.

Eyjólfur Eyjólfsson Reykjanesbæ. Grétar Snær Hjartarson Mosfellsbæ. Ástbjörn Egilsson Garðabæ. Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir Rvk.

 

Öldrunarráð.

Fulltrúi  Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

 

Afgreiðsla:  Samþykkt.  GSH falið að senda bréf til nefndarmanna um kosningu.

 

7.  Heimasíða LEB.

Lögð fram áfangaskýrsla Heimasíðunefndar frá 2012.  Á fundinn mætti Kjartan Jónsson frá     Sökkólfi ehf. .JVK bauð hann velkominn á fund og sagði frá því að heimasíða LEB væri ekki nógu góð og við hefðum áhuga á að betrumbæta hana.  Hún fór yfir tillögur Heimasíðunefndar.  Kjartan sagði síðuna ekki svo slæma. Þetta væri meira efnismál, þyrfti ekki að vera mikið mál að laga hana. Þó væri  uppfærslan orðin of gömul og hægt að  komast inn í hana af óprúttnum aðilum.  Það þyrfti að koma föstu verklagi á síðuna, einhver einn sem bæri ábyrgð á henni. HI benti á að við yrðum að vita hvað við ætluðumst til að síðan gerði fyrir LEB. Nr.1.væri upplýsingar og samstarf við samfélagið. EE. sagði að bara það að allar fundargerðir og lög LEB væru þar  væri mikið fréttaefni. Fréttir einu sinni í viku, Póstfangalistar frá öllum félögum LEB.  Síðan ætti að vera allt sem er að gerast og formaður ætti að sjálfsögðu að vera í þessu verkefni að halda síðunni við.  Kjartan sagði að reynsla sín væri að allir með sæmilega tölvukunnáttu gætu gert þetta. Þetta væri ekki  flókið.   EE sagði að auglýsing um vinnu formanns væri gott innlegg á síðuna. JVK spurði Kjartan hvað kostaði að fá vinnu frá þeim, hann sagði að kostnaður á mánuði væri Kr. 3.900.  En giskaði á að 70,000 kr væri að taka síðuna og uppfæra hana.

Umræður um það hvernig væri berst að taka á málinu.  EE sagði að ef við ætluðumst til að fá afgreiðslu hjá opinberum styrktaraðilum þá yrðum við að hafa boðlega heimasíðu.

Afgreiðsla:

Samþykkt að fela  GSH og Kjartani að fara í uppfærslu á heimasíðu LEB, og Kjartani að taka að sér umsjón heimasíðunnar, þar sem fyrirtæki hans er með útgáfu á Listin að lifa,  getur hér verið um samlegðaráhrif  að ræða og sparnað fyrir LEB.   JVK þakkaði Kjartani fyrir komuna og  vænti góðs samstarfs við hann.

 

8.Sumarstarfið.

JVK sagði ekki fasta stjórnarfundi í júlí. Einnig æskilegt  að loka skrifstofunni frá 17. júní  fram yfir verslunarmannahelgi.  Grétar mun þó líta við  á skrifstofunni 2svar í viku og taka póst og greiða reikninga.  Næsti stjórnarfundur ákveðinn 13. ágúst kl, 10:00.

Afgreiðsla;  Samþykkt.

 

10,Önnur mál:

 

a)       JVK. lagði fram eftirfarandi tillögu um starf stjórnar fyrir næsta kjörtímabil.:

Um fundahald stjórnar segir í lögum LEB 7.gr. ma.:

Á fyrsta fundi eftir landsfund skal stjórn skipta með sér verkum og velja varaformann, ritara,gjaldkera,og meðstjórnanda úr hópi aðalmanna. Á þessum fundi skal ákveðið með hlutkesti í hvaða röð varamenn skuli taka sæti ef aðalmenn forfallast enda greini atkvæðatölur frá landsfundi ekki frá. Varamönnum er heimilt að sitja fundi stjórnar þótt fullskipuð sé með málfrelsi og tillögurétt.

Stjórn skal a.m.k. halda 4 stjórnarfundi á almanaksári sem skulu boðaðir með viku fyrirvara.

Kjörtímabilið  2013 -2015 samþykkir stjórnin að haga fundahaldi með eftirfarandi hætti:

Reglulegir fundir stjórnar LEB skulu ákveðnir að jafnaði mánaðarlega allt árið nema yfir sumarið þá liggja fundir niðri á tímabilinu júní til ágúst samkvæmt nánara samkomulagi stjórnar og starfsmanna LEB.

Á mánaðarlega fundi stjórnar eru allir aðalmenn boðaðir og varamenn ef aðalmaður forfallast  Jafnframt er varamönnum heimilt að sitja alla fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétti og eru þeim send öll  fundargögn.  Jafnframt skal nýta fjarfundarbúnað í fundahaldi LEB, eftir því sem tök eru á.  Greiddur skal útlagður ferðakostnaður aðalmanna og einnig varamanna þegar þeir mæta í stað aðalmanna.

Jafnframt skal stjórn LEB árlega boða með viku fyrirvara til stjórnarfunda í október og mars með fullskipaðri stjórn aðalmanna og varamanna ásamt formönnum starfsnefnda

LEB og fulltrúum í opinberum nefndum og ráðum. Greiddur skal ferðakostnaður þeirra nefndarmanna sem búa utan Höfuðborgarsvæðisins á þessa fundi. Einnig skal greiddur ferðakostnaður nefndarmanna í starfsnefndum LEB utan Höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að sækja nefndarfundi þangað.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

b)      JKÓ sagðist  lengi haft áhuga á að fá fastan útvarpstíma fyrir eldri borgara hjá RÚV. Tekið var vel í þetta.

Afgreiðsla :  Jóni Kr falið að hafa samband við Pál Magnússon útvarpsstjóra.

 

c)      HI.sagði frá því að þegar hann ætlaði að bóka sig með erindi  á starfslokanámskeiðið hefði allt verið orðið fullt og hann ekki komist að. Fundarmenn lýstu undrun yfir slíku þar sem beðið hafði verið um fulltrúa frá LEB.

 

d)     HI kom með tillögu að stuðningsyfirlýsingu frá LEB vegna fundar sem FEBÖ í      Þorlákshöfn stendur fyrir um uppbyggingu í  öldrunarmálum. Áformað er að stofna Hollvinasamtök.  Samþykkt að styðja það..

 

e)     Frumvarp um afnám skerðinga.

JVK  sagði að væntanlegt væri frumvarp þar sem draga ætti til baka hluta af skerðingum á kjörum eldri borgara sem lögfestar voru 2009  Hvort ekki væri tilvalið að fylgja því eftir eins og lagt var upp með í samþykktum landsfundar.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

f)      JVK lagði fram eftirfarandi áætlun um endurskoðun á fyrirkomulagi á fjárreiðum LEB

Í ljósi breytinga á lögum LEB á landsfundi 7-8 mai 2013 um að stjórn LEB skuli ráða löggiltan endurskoðanda til eftirlits með reiknishaldi sambandsins, ákvæða í samningi Velferðarráðunrytis og LEB dags,26.febrúar 2013, um starfsemi Landssambands eldri borgara, þess efnis að LEB skuli skila endurskoðuðum ársreikningi til ráðuneytisins og senda afrit af ársreikningi til Ríkisendurskoðunar, þá felur stjórnin varaformanni,gjaldkera og framkvæmdastjóra að:

Gera tillögu til stjórnar um samning við löggiltan endurskoðenda um endurskoðun og aðra þjónustu vegan fjárreiða LEB.

Endurskoða, í samráði við löggiltan endurskoðanda ög félagslega kjörna skoðunarmenn reikninga, reglur um allar tegundir greiðslna til einstaklinga hvort sem eru stjórnarmenn,starfsmenn eða verktakar fyrir starfstímabilið 2013 -2015,og gera tillögu um breytingar ef þarf.

Skoða hvernig til hefur tekist með efndir skuldbindinga sem UMFÍ tók á sig gagnvart LEB í samningi aðila um þjónustu og afnot af húsnæði.

Leita við framangreinda vinnu eftir tækifærum fyrir LEB til betri nýtingar fjármuna og hagkvæmari rekstrar.

 

Afgreiðsla; Samþykkt.

 

Fundi slitið Kl. 15.30.

Fundarritari. Anna Lúthersdóttir

 

 

Fylgiskjal 1.

Landssamtök lífeyrissjóða

b.t.Gunnar Baldvinsson, formaður

Guðrúnartúni 1

105 Reykjavík

 

Landssamband eldri  borgara hefur mikinn áhuga á því að eiga aukið og reglubundið samstarf við Landssamtök lífeyrissjóða. Vegna okkar skjólstæðinga, eldri borgara þessa lands, sem hafa og munu í sífellt vaxandi mæli hafa tekjur sínar á efri árum frá lífeyrissjóðum, vill landssambandið gjarnan þekkja betur starfsemi lífeyrissjóðanna og vinna með Landssamtökum lífeyrissjóða að bættum hag og eflingu lífeyrissjóða, skjólstæðingum okkar til hagsbóta.

Á  fundi  í stjórn Landssambands eldri borgara  22. maí sl. var samþykkt að óska eftir formlegu samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða, meðal annars með hliðsjón af farsælu samstarfi landssambandsins við Tryggingastofnun ríkisins, en þar er starfandi samstarfsnefnd sem hittist mánaðarlega.

Stjórn Landssamband eldri borgara vonast til að þessi hugmynd fái góðar undirtektir hjá Landssamtökum lífeyrissjóða og er ef óskað er eftir. tilbúin til  viðræðna um nánari útfærslu á framkvæmd hennar áður en Landssamtök lífeyrissjóða taka endanlega afstöðu til þessarar beiðni Landssambands eldri borgara um aukið samstarf.

 

Reykjavík 23.mai 2013

F.h.Landssambands eldri borgara

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður

Haukur Ingibergsson,  varaformað