fbpx

Fundargerð 268. fundar stjórnar LEB

haldinn 5. nóvember 2013. kl. 10:00 að Sigtúni 42

 

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK) Haukur Ingibergsson (HI) Eyjólfur Eysteinsson (EE) og Ragnheiður Stephensen (RS) Jón Kr. Óskarsson (JKÓ) Jóhannes G Sigvaldason (JGS) Sveinn Hallgrímsson (SH) Þórunn Sveinbjörnsdóttir (ÞS) og Grétar Snær Hjartarson (GSH). Anna Lútherssdóttir boðaði forföll.

 

JVK setti fund og bauð aðalmenn, varamenn og gesti velkomna til fundarins.

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 267

JVK lagði fram fundargerð 267 stjórnarfundar, sem haldinn var 9. September.

Afgreiðsla stjórnar: Fundargerð var samþykkt.

 

  1. Vinna formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra 9.9. – 5.11.

 

  1. sept. Útifundur ÖBÍ og LEB á Austurvelli – hvatningafundur.

Fundur með Ernu Indriða- JVK.

11.sept. Fundur JVK með Emil um FEB á Grænlandi.

12.sept. Fundur JVK og Þórunnar Sv. Um kjaramál.

16-17.sept. Unnin skýrsla f. NSK fund. JVK.

  1. sept. Fundur með Mannréttindaráði RVK – RS og BS mæta.

23.sept. Grein í MBL frá JVK um dag aldraðra 1. Okt.

24,sept. Ráðstefna í HÍ – Aldraðir í fjölskyldunni- Sigurveig Sig. JVK og RS mæta.

Velferðarvaktin um stöðuna í heilbrigðismálum. US og JVK mæta

  1. sept. Undirbúningshópur vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu 29 okt. JVK mætir.

27.sept. Kjaranefnd LEB – fundur- ályktun

1.-2. okt. Stefnumótunarfundur Öldrunarráðs. JVK er í stjórn og mætir.

3.okt. JVK í viðtal við RÚV um fjárl.frv. Send út álykt.á fjölmiðla.

4.okt. JVK á fundi hjá FEB Suðurnesjum um kjaramál.

5-9.okt. NSK fundur í Noregi og Ráðstefna um velferðartækni. JVK og RS.

10.okt. Samantekt í LAL v. ráðstefnu  NSK. JVK. Samantekt v. fundarins RS.

11.okt. Fundur í ritnefnd. GSH-JVK-ÞK-BS og ritstjóri.

13.okt. Undirbúningur að fræðslu um LEB í H.Í JVK og RS.

14.-15. okt. Ferð á Austfirði, heimsótt sjö  FEB-félög. JVK.HI. EE.

16.okt. Fræðsla um starfsemi LEB í HI með nemendum í félagsráðgjöf . JVK og RS.

17.ok Ráðstefna í HÍ –Farsæl öldrun. RS og Ástbjörn Egilsson.

23.okt. Stjórnarfundur Öldrunarráðs. JVK í símasambandi með tillögur.

24.okt. 75 ára afmæli SÍBS. Stjórnin boðin, nokkrir mæta.

30.okt. Stjórnarfundur Öldrunarráðs. JVK mætir.

31.okt. Fundur hjá FEB Suðurnesjum um Heilbrigðismál.  JVK og EE.

1.nóv. Kjaranefnd LEB fundar.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

  1. Samráðsfundur með Landssamtökum lífeyrissjóða

HI greindi frá fyrsta samráðsfundi með Landssamtökum lífeyrissjóða (LL) sem HI, Hrafn Magnússon og Þórunn Sveinbjörnsdóttir sóttu fyrir hönd LEB og Gunnar Baldvinsson formaður stjórnar og Þórey S Þórðardóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd LL. Ákveðið var að hittast einu sinni á ársfjórðungi og þegar sérstök tilefni skapast til að bera saman bækur sínar.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar auknu samstarfi við LL.

 

  1. Bréf frá Almannaheillum

Borist hefur bréf frá Almannaheillum um að LEB gangi í samtökin. Gerð frumvarps um slík samtök þriðja geirans er hafin.

Afgreiðsla stjórnar: Málinu frestað og frekari upplýsinga verður aflað.

 

  1. Umsagnir um þingmál

Alþingi hefur boðið LEB að gefa umsagnir um nokkur þingmál. Gefnar voru umsagnir um mál 3, um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga 2014 og mál 5, um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað, og voru umsagnir lagðar fram.

Afgreiðsla stjórnar: Engar athugasemdir komu fram við umsagnirnar.

 

  1. Tilnefning í samráðshóp um fjölskyldustefnu

Borist hefur boð frá Velferðarráðuneytinu um að LEB tilnefni fulltrúa í samráðshóp um mótun fjölskyldustefnu.

Afgreiðsla stjórnar: Tilnefnd voru Ragnheiður Stephensen og Grétar Snær Hjartarson.

 

  1. Tilnefning í starfshóp um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Borist hefur boð frá Velferðarráðuneytinu um að LEB tilnefni fulltrúa í starfshóp um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Afgreiðsla stjórnar: Tilnefnd voru Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson.

 

  1. Uppbygging vettvangs fyrir aldraða á netinu

Á fundinn kom Erna Indriðadóttir og kynnti hugmyndir sínar um uppbyggingu vettvangs fyrir aldraða á netinu þar sem fjallað væri um ýmis málefni aldraðra.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin telur hugmyndina athyglisverða og felur JVK og HI að kanna hvaða fletir gætu verið á samstarfi eða aðkomu LEB að verkefninu.

 

  1. Starf kjaranefndar

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður kjaranefndar gerði grein fyrir starfi kjaranefndar og kynnti ályktun nefndarinnar frá 1. nóvember.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar dugnaði kjaranefndar og biður Þórunni um að skila þakklæti til nefndarmanna.

 

  1. Fundir með FEB félögum á Austurlandi

JVK og EE gerðu grein fyrir heimsókn sinni ásamt HI til félaga eldri borgara á Austurlandi 14. – 15. október. Í ferðinni var aðstaða félaganna heimsótt og fundir haldnir með félagsmönnum. Þar fluttu stjórnarmenn LEB yfirlit yfir starfsemi LEB, kjaramál, lífeyrismál og samstarf FEB-félaga.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar vel heppnaðri ferð og hvetur til að áframhald verði á slíkum heimsóknum til aðildarfélaga.

 

 

  1. Flutningur málefna aldraðra til sveitarfélaga

EE gerði grein fyrir stöðu mála varðandi flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga og JVK lagði fram drög að tillögu til ályktunar þar að lútandi.

Afgreiðsla stjórnar: Ályktunin var samþykkt.

  1. Fundur NSK í Drammen

JVK og RS sóttu fund NSK í Drammen dagana 7. – 9. október og ræddu nokkur atriði sem efst eru á baugi í málefnum aldraðra á Norðurlöndum auk þess að segja frá sérstakri kynningu á möguleikum í velferðartækni. Einnig ræddu þær um öldungaráð, en slík ráð hafa verið lögleidd á öðrum norðurlöndum.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Bréf til aðildarfélaga LEB vegna hópvinnu landsfundar

JVK rifjaði upp að á landsfundi sl. vor var efnt til hópvinnu um hvernig eldri borgarar geti aukið áhrif sín og þeirri hugmynd hreyft að aðildarfélögin héldu þeirri umræðu áfram í heimahögum og málið yrði tekið aftur fyrir á formannafundi 2014. Lagði JVK til að svo yrði gert eftir áramót og aðildarfélögunum skrifað bréf þar að lútandi.

Afgreiðsla stjórnar: Tillagan var samþykkt.

  1. Fundargerð Öldrunarráðs

JVK lagði fram fundargerðir frá stefnumótunarfundi Öldrunarráðs sem haldinn var 1. – 2. október og stjórnarfundi Ö.Í. sem haldinn var 23.okt. Einnig sagði hún frá úthlutun úr Rannsóknarsjóði ÖÍ.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

  1. Önnur mál
  2. a) EE varpaði fram hugmynd um að virtur aðili yrði fenginn til að gera úttekt á og meta fjárhagsleg áhrif alls þess sjálfboðaliðastarfs sem aldraðir inna af hendi á margvíslegum vettvangi. Í umræðum komu fram efasemdir um aðferðafræði við slíkt mat og hversu notadrjúg slík úttekt væri í baráttu eldri borgara.

Afgreiðsla stjórnar: Fundarmenn munu íhuga málið og taka til umræðu síðar.

  1. b) ÞS gerði grein fyrir viðræðum sínum við Janus Guðlaugsson um rannsóknir hans á styrktarþjálfun og áhrifum hennar á eldri borgara. Næsta skref rannsóknarinnar beinist að 20-30 manna hópi utan höfuðborgarsvæðisins og óskar Janus eftir samstarfi við LEB um ábendingu um slíkan hóp.

Afgreiðsla stjórnar: Óskað er eftir að Janus sendi LEB formlegt erindi um málið.

  1. c) EE minnti á að gera þyrfti í nóvember skýrslu til Velferðarráðuneytisins vegna samnings LEB við ráðuneytið.

Afgreiðsla stjórnar: JVK falið að leiða gerð skýrslunnar.

  1. d) 30. nóvember mun Grétar Snær Hjartarson láta að eigin ósk af starfi framkvæmdastjóra LEB og 1. desember mun Haukur Ingibergsson hefja störf sem framkvæmdastjóri. Fundarmenn þökkuðu Grétari farsæl störf í þágu LEB, bæði sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri, oft við erfiðar aðstæður. Jafnframt var Haukur boðinn velkominn á nýjan vettvang.

Næsti fundur er 10. desember kl. 10:00. Fundi slitið kl. 14:15.

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.