fbpx

Fundargerð 270. fundar stjórnar LEB

haldinn 4. febrúar 2014 kl. 10:00 – 13:00 að Sigtúni 42

Mættir: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (JVK), Haukur Ingibergsson (HI), Eyjólfur Eysteinsson (EE), Ragnheiður Stephensen (RS) og Jón Kr. Óskarsson í forföllum Önnu Lútherssdóttur.

JVK bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

 

  1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 269

Fundargerð 269 stjórnarfundar, sem haldinn var 10. desember 2013, hefur verið samþykkt í samræmi við reglur um ritun, samþykkt og birtingu fundargerða funda stjórnar Landssambands eldri borgara.

 

  1. Vinna formanns og stjórnar

JVK lagði fram yfirlit um vinnu formanns og stjórnar 10. desember til 4. febrúar.

 

10.des. Stjórnarfundur LEB.

13.des. Fundur í alm.tr.nefnd, HI mætir.

16.des. Fundur í Samvinnuhóp um húsnæðismál.  HI mætir. Sett Jólakveðja á heimasíðu. JVK og HI.

22.des. JVK semur bréf til FEB-Seyðisfirði sem senda á með 20 blöðum af  LaL.

1.jan. JVK mætir fyrir LEB í nýársboð forsetans á Bessastöðum.

2.jan. Fundur með HI, JVK og Þ.SV. farið yfir kjaramál og breytingar  á bótaflokkum alm.tr. um áramót. Tilkynningar sendar til formanna FEB-félaga.

  1. jan. Bókhald LEB f.árið 2013 komið til nýs endurskoðanda. Umsjón HI.

8-9.jan. JVK vinnur að fréttabréfi til formanna.

9.jan. Fundur með Ernu Indriðadóttur um nýja vefsíðu. JVK og HI.

10.jan. Alm.tr. nefnd. JVK mætir. Farið yfir breytingar á bótaflokkum alm.tr. Umræður.  Virk með kynningu.  Sveigjanleg starfslok.

10.jan. JVK í viðtali við Bylgjuna síðdegis um fasteignagjöld eldri borgara og möguleika sveitarfélaga að fella niður eða gefa afslátt. Minnir á samþykkt Landsfundar.

14.jan. HI sendir út fyrstu drög að ársreikningi  LEB 2013.

15.jan. Fundur í Kjaranefnd LEB.  Nefndarmenn og  Þ.SV, JVK , HI. Farið yfir hækkanir á bótum um áramót hjá TR. Gestir frá TR og Hrafn Magnússon.

16.jan. FEB á Selfossi heimsótt,  JVK, HI, RS, AL, EE. Flutt ávörp um kjaramál, lífeyrismál, öldungaráð, velferðartækni.  Anna sagði frá starfi í sínu félagi í Þorlákshöfn.

17.jan. Ritnefnd LaL.  KJ, JBG, BS, HI, JVK, GSH,  mæta.  Rætt um afmælisblað LEB í vor. Málþing Velferðarvaktarinnar um fjölskyldur og stúptengsl. JVK mætir.

18.jan. Lára Björnsdóttir að hætta sem formaður Velferðarvaktarinnar, sem ekki mun starfa áfram í óbreyttri mynd. Lára með hádegisverðarboð  fyrir nefndarmenn á heimili sínu.  JVK og US mæta.

  1. jan. Fundur í nefnd um velferðartækni.  RS mætir.
  2. jan.  JVK sendir grein í Fréttablaðið um reglugerðarbreytingar hjá Sjúkratryggingum. Verið að hækka gjöld og taka út ýmsa  þjónustu þar, sem hefur verið greidd.

23.jan. Fræðslufundur hjá FEB-R. og Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga.. Um  stöðu mála varðandi umsóknir og dvöl á hjúkrunarheimili.  JVK í pallborði ásamt fleirum. HI og RS mæta.

24.jan. Fundur í alm.tr.nefnd.  JVK mætir.   Fundur í Samvinnuhópi um húsnæðismál,  HI mætir.

29.jan. Fundur Öldrunarráðs Íslands.  JVK  mætir.

3.feb. Fundur í  nefnd um Velferðartækni.  RS mætir. Nefndin á að ljúka störfum fyrir vorið með ráðstefnu á Akureyri.

3.feb. JVK í viðtali á Útvarp Sögu og kom þar víða við m.a. um starfsemi  LEB, sjúkratryggingar, fasteignagjöld eldri borgara, kjaramál, lífeyrismál, sveitarstjórnarkosningar, öldungaráð o.fl.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

  1. Ársreikningur LEB 2013

EE lagði fram ársreikning LEB 2013, sem endurskoðaður er af löggiltum endurskoðanda samkvæmt nýjum lögum landssambandsins, Guðmundi Þorvarðarsyni, og undirritaður er af félagskjörnum skoðunarmönnum reikninga. Tekjur 2013 námu 18,9 m.kr., útgjöld 16,5 m.kr. og skuldir og eigið fé nam 8,1 m.kr.

Afgreiðsla stjórnar: Stjórnin fagnar hve fljótt hefur tekist að ganga frá ársreikningi og því aðhaldi í rekstri sem reikningurinn endurspeglar.

 

  1. Skipan í nefnd um velferðartækni                         

JVK gerði grein fyrir að Velferðarráðuneytið hafi skipað Ragnheiði Stephensen í samráðshóp um mótun stefnu í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tilnefning í samstarfsnefnd um málefni aldraðra og í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

JVK gerði grein fyrir að borist hafi beiðni frá Velferðarráðuneytinu um tilnefndingu í samstarfsnefnd um málefni aldraðra og í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra.

Afgreiðsla stjórnar: Tilnefnd voru JVK og HI í samstarfsnefnd um málefni aldraðra og JVK og EE í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra, en tilnefna skal bæði karl og konu sem ráðherra velur svo á milli.

 

  1. Kaup á borðfánum

JVK gerði grein fyrir að pantað hafi verið nýtt upplag af borðfánum og fánastöngum með merki félagsins og stofndegi, 19. júní 1989.

Afgreiðsla stjórnar: Lagt fram til kynningar.

 

  1. Kjaramál og ný reglugerð um sjúkratryggingar

JVK gerði grein fyrir framgangi kjaramála eldri borgara, starfi nefndar um lífeyristryggingar og íþyngjandi ákvæðum um aukna kostnaðarþátttöku eldri borgara í nýrri reglugerð um sjúkratryggingar.

Afgreiðsla stjórnar: Neðangreind ályktun um breytingar á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði vegna hjálpartækja var samþykkt:

 

Ályktun Landssambands eldri borgara 4. febrúar 2014 um breytingar á  þátttöku Sjúkratrygginga  í kostnaði vegna hjálpartækja

Þann 1. janúar 2014 var gefin út ný reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði vegna  hjálpartækja. Þar er verið að draga verulega úr kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga vegna  margskonar hjálpartækja sem hingað til hafa verið ókeypis fyrir  notendur. Þar má nefna  að sturtustólar, baðstólar og baðbretti, sem oft er nauðsynlegt að nýta í heimaaðhlynningu þarf nú að greiða fullu verði, nema fyrir þá sem haldnir eru alvarlegum langtíma sjúkdómum, sem skilgreindir eru nánar í reglugerðinni. Þessi tæki voru áður afhent frítt til notkunar gegn skilum  eftir notkun ef aldraður með verulega skerta færni eða verulega skert jafnvægi átti í hlut en þeir sem vinna við heimahjúkrun þurfa oft nauðsynlega að nota þessi tæki við að baða fólk. Sama regla gildir nú um hækjur og stafi sem áður var hægt að fá lánað frítt, gegn skilum.

Hertar reglur eru um ýmiskonar annan búnað á heimilum og í bifreiðum. Hætt er að greiða fyrir kaup á brjóstahöldurum, sem konur sem misst hafa brjóst t.d. vegna krabbameinsaðgerðar hafa fengið 2 stk. af á ári. Nú er engin niðurgreiðsla á þessum sérsaumuðu brjóstahöldurum, sem eru yfirleitt miklu dýrari en venjulegir  brjóstahaldarar. Greiðsla Sjúkratrygginga fyrir að hafa öryggishnapp á heimili hefur verið lækkuð og reglur hertar.

Landssamband eldri borgara furðar sig á þeirri stefnu stjórnvalda sem kemur fram í þessum breytingum. Á sama tíma og stefnan er að aldraðir geti búið á eigin heimili sem lengst og þiggi frekar félagslega aðstoð og heimahjúkrun heldur en að sækja um að komast á hjúkrunarheimili þá fara þessar aðgerðir algerlega á skjön við þau markmið. Landssamband eldri borgara skorar á stjórnvöld að skoða þessi mál í samhengi og vinna markvisst að því að skapa fólki aðstæður til að búa á eigin heimili sem lengst.

 

  1. Framtíðarskipan húsnæðismála

JVK og HI kynntu starf samvinnuhóps og starfsteyma á vegum Velferðarráðuneytisins um að móta stefnu um framtíðarskipan húsnæðismála en LEB á fulltrúa í samvinnuhópnum. Sérstök verkefnisstjórn er nú að vinna úr hugmyndum sem fram komu í þeirri vinnu og mikilvægt að sjónarmið LEB í þessum málum komist þar á framfæri.

Afgreiðsla stjórnar: Neðangreind ályktun um meginatriði í húsnæðisstefnu voru samþykkt:

 

Ályktun Landssambands eldri borgara 4. febrúar 2014 um meginatriði í húsnæðisstefnu

Landssamband eldri borgara beinir því til samvinnuhóps um framtíðarskipan húsnæðismála  að húsnæðisstefna íslendinga mótist af eftirgreindum meginatriðum:

  • Gott íbúðarhúsnæði er grundvöllur farsæls mannlífs, góðs heilbrigðis og félagslegrar og efnahagslegrar farsældar fjölskyldna og einstaklinga. Mikilvægt er að allir aldurhópar eigi kost á hentugu húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
  • Íbúðarhúsnæði sé þannig úr garði gert að aðgengi og umferðarleiðir að og innan íbúðar séu greiðar og til þess fallnar að aldraðir  geti búið sem lengst í íbúðunum sínum. Gæta skal að því að dyraumbúnaður og lyftur séu í samræmi við þarfir hreyfihamlaðra.
  • Að íbúðarhúsnæði sé hannað á þann veg að auðvelt sé að koma velferðartækni og ýmsum rafrænum lausnum fyrir í íbúðum þannig að nýta megi til hlýtar þá velferðartækni sem völ er á nú og í framtíðinni.
  • Leitað verði leiða til að lækka byggingarkostnað t.d. með því að verð byggingarlóða miðist við kostnaðarverð þeirra og sveitarfélög láti af verðlagningu lóða á grundvelli útboða.
  • Íbúðalánasjóður er eina lánastofnun landsins sem lánar á grundvelli jafnfræðis og samræmdra reglna um land allt. Lán sjóðsins hafa verið undistaða uppbyggingar hóflegs íbúðarhúsnæðis fyrir almenning um áratuga skeið og mikilvægt að þar verði ekki breyting á, s.s. með því að sameina Íbúðalánasjóð öðrum lánastofnunum.
  • Þess verði gætt að staða fólks til öflunar húsnæðis sé sem jöfnust á allan hátt þótt um mismunandi búsetuform sé að ræða svo sem eignaríbúð, leiguíbúð eða búseturéttaríbúð.
  • Til að stuðla að því að eldri borgarar geti haldið heimili eins lengi fram eftir ævinni og unnt er, er mikilvægt að fasteignagjöld verði afnumin eða stiglækki til dæmis við tiltekin aldurdmörk.

 

  1. Samstarf við UMFÍ

HI kynnti hugmyndir um samstarf LEB og UMFÍ við að efla félagsstarf og hreyfingu, tengja sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélög LEB betur saman og eiga sameiginlega samræður við sveitarfélögin um aðstöðu til hreyfingar og félagsstarfs á viðkomandi félagssvæði ásamt því að kynna landsmót UMFÍ 50+

Afgreiðsla stjórnar: Framkvæmdastjóra falið að móta málið frekar í sanvinnu við UMFÍ og leggja málið á ný fyrir stjórn á næsta fund.

 

  1. 25 ára afmæli LEB 2014

JVK opnaði umræðu um hvernig 25 ára afmælis Landssambands eldri borgara yrði best fagnað á þessum tímamótum. Einkum var rætt um viðhafnarútgáfu af Listinni að lifa í því sambandi ásamt aðgerðum til að fjölga félagsmönnum í aðildarfélögum landssambandsins.

Afgreiðsla stjórnar: Formanni og framkvæmdastjóra var falið að þróa fram komnar hugmyndir og fjármögnun þeirra og taka málið til umræðu á formannafundi.

 

  1. Vorfundur NSK

Vorfundur NSK, félags landssamtaka aldraðra á norðurlöndum verður haldinn í Stokkhólmi 22-23. apríl.

Afgreiðsla stjórnar: JVK og RS verða fulltrúar LEB á fundinum.

 

  1. Dagskrá formannafundar

Rætt var um dagskrá formannafundar.

Afgreiðsla stjórnar: Dagskrá verður þróuð í tölvupóstsamskiptum stjórnarmanna.

 

Næsti fundur stjórnar var ákveðinn 11. mars

Fundargerð ritaði Haukur Ingibergsson.