Landssamband eldri borgara

 1. stjórnarfundur,

29.01  2018 kl. 10.00-13.30 að Sigtúni 42

 

 

Fundargerð

 

 

 1. Fundargerð stjórnarfundar nr. 301 samþykkt

 

 1. Rætt var um stöðu kjaramála og þþau vonbrigði að ríkisstjórnin skyldi velja 4,7 % hækkun í stað 7,1% sem er miðað við launaþróun. Sjórn LEB lýsir yfir miklum vonbrigðum með hvernig kosningaloforðin fuku öll meira og minna út um gluggan. Einnig var rætt um hvernig VEL stendur sig við að úthluta styrkjum en þeir áttu að birtast 22.jan. svo fjármálaleg staða LEB hangir í óvissu.

 

 

 1. Aukalandsfundur og staðsetning. Komin er salur á Seltjarnarnesi og var dagsetningin fest 24.apríl. Rætt var um dagskrá fundarins og verða lagmálin f.h. en stefnt á gott erindi e.h. eða eft tekst að fá ráðherra á fundinn með innlegg og sitja fyrir svörum.

 

 1. Samstarf til Landsbankann. Þórunn og Sigurður fóru á fund í Landsbankanum þar sem okkur var kynnt tillaga að efni um eldra fólk sem unnið er á vegum bankans af Ara Skúlasyni.Þarna er rýni í ýmsa hluti sem snerta líf á efri árum. Óskaði bankinn eftir samstarfi um að kynna þetta efni auk þess sem Leb getur nýtt efnið á heimasíðu og á Facbook. Verulega gagnlegt efni.

 

 1. Tilnefningar í nefnd og starfshóp: Sigurður Jónsson og til vara Sigríður Guðmudnsdóttir í framkvæmdasjóð aldraðra og í starfshóp um Tannheilsu aldraðra: Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Baldur Baldvinsson.

 

 1. Leigumálin hjá LEB. Samningur um húsaleigu er frá árinu 2012 og í honum eru atriði sem aldrei hafa verið notuð s.s. bókhaldsþjónusta og aðstoð við heimasíðu. Ákveðið að formaður og varaformaður tali við húsráðendur hjá UMFÍ Auði og Helga

 

 1. Ferðakostnaður okkar félaga. Rætt hefur verið um að skýra þurfi reglur um ferðakostnað félaga okkar sem sækja fundi á mölina. Sigríður gjaldkeri ætlar að taka að sér að laga reglurnar og senda á stjórn til að skoða með tilliti til staðfestingar.

 

 

 1. Blaðið og ritnefnd. Fjallað var um útgáfu Listarinnar að lifa sem nú er stefnt að að komi út um mánaðarmót febr- mars. Ritnefnd hefur hittst og skipt á sig verkefnum og mun hún hittast aftur 30.jan.

 

 1. Samskipti við VEL og fleiri aðila. Innt var eftir hvort fundur með Así væri komin en honum hefur verið frestað ítrekað vegna anna þar. Rætt um næsta fund með Velferðarráðherra og mikilvægi þess að fá hann sem allra fyrst. Einnig var rætt um þörf á að fá lögfræðilega ráðgjöf vegna vanefnda gagnvart eldra fólki.

 

 

 1. Erlend samskipti.

 

 1. Gestir frá Sóltúni. Á fundinn mættu Halla Thoroddsen, íþróttakennari og hjúkrunarfræðingur. Fóru þær stöllur yfir Sóltún heima sem er nýtt verkefni til að stuðla að því að fólk geti búið heima lengur með betri heilsu eftir þjálfun og með varanlegri þjálfun.

 

 1. Erindi til LEB

 

 1. Ferðir á næsta ári Hafinn er undirbúningur að ferðum á vegum Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar fyrir LEB. Lagt er til að skoða Skotland og Belgíu búast má við tillögum í janúar.

 

 1. Önnur mál: Drög að fréttabréfi til fomanna á landsbyggðinni og var gerður að því góður rómur. Stefnt að því annann hvern mánuð.