fbpx

Fundur um kjaramál og önnur hagsmunamál hjá Félagi eldri borgara Akureyri

EBAK - Félag eldri borgara á Akureyri heldur fund um kjaramál og önnur hagsmunamál, miðvikudaginn 20. september kl. 16.00 - 19.00 í Naustaskóla. Dagskrá er í vinnslu og verður kynnt nánar þegar hún liggur fyrir. Meðal ræðumanna er Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB og Helgi Pétursson formaður LEB.  

Málstofa: Eldra fólk og loftslagsmálin

27.-28. september verður  haldin í Nauthól málstofa undir heitinu: Eldra fólk og loftslagsmál – Báðum til gagns. Á dagskrá eru stutt erindi um starfsemi hópa eldri borgara frá Norðurlöndunum og víðar varðandi umhverfis- og loftslagsmál. Sjá dagskrá hér að neðan. Tengill fyrir skráningu er neðst í dagskránni, aðeins 50 manns komast að svo endilega skráið […]

Lífsgæðakjarnar framtíðarinnar

Borgarstjóri efnir til opins fundar miðvikudaginn 27. september nk. kl. 9.00 - 11.45 í Ráðhúsi Reykjavíkur um lífsgæðakjarna framtíðarinnar og uppbyggingu heimila fyrir eldra fólk (og e.a. annarra kynslóða). Framsöguerindi verða flutt, en einnig fer fram kynning á nokkrum þeim hugmyndum sem bárust eftir að borgin kallaði eftir hugmyndum og samstarfsaðilum í maí sl. Að […]

374. stjórnarfundur LEB

374. Stjórnarfundur LEB. Fundurinn er haldinn sem fjarfundur föstudaginn 29. september og hefst kl. 9.30. Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður, Drífa Sigfúsdóttir varaformaður, Sigrún C. Halldórsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sverrisdóttir ritari, Þorbjörn Guðmundsson meðstjórnandi. Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Jónas Sigurðsson Magnús Jóhannes Magnússon

Við bíðum ekki lengur! – Málþing um kjaramál eldra fólks

LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir málþingi um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Grósku á 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is og víðar á öðrum […]

Morgunverðarfundur Velferðarvaktarinnar

  Fulltrúi LEB í Velferðarvaktinni er Drífa Sigfúsdóttir varaformaður LEB. Velferðarvaktin stendur fyrir morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura mánudaginn 9. október kl. 9.00-10.30 um stöðu og aðstæður foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Kynntar verða helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar á stöðu og aðstæðum foreldra sem ekki deila lögheimili með barni. Velferðarvaktin og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið […]

375. stjórnarfundur LEB

375. Stjórnarfundur LEB. Fundurinn er haldinn sem staðfundur mánudaginn 9. oktober og hefst kl. 14.00 og verður haldinn í aðsetri LEB að Ármúla 6, 108 Reykjavík. Aðalstjórn LEB: Helgi Pétursson formaður, Drífa Sigfúsdóttir varaformaður, Sigrún C. Halldórsdóttir gjaldkeri, Ingibjörg Sverrisdóttir ritari, Þorbjörn Guðmundsson meðstjórnandi. Varastjórn LEB: Ásgerður Pálsdóttir Jónas Sigurðsson Magnús Jóhannes Magnússon

Verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk

Fundur verkefnastjórnar er haldinn í félags- og vinnumálaráðuneytinu, Síðumúla 24, 108 Reykjavík. Fulltrúi LEB er Helgi Pétursson formaður. Hlutverk verkefnastjórnar er að leiða vinnu við heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk, að stuðla að samvinnu og samhæfingu á milli ráðuneyta, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila, forgangsraða og útfæra tímasett markmið í aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem […]

Málstofa: Styrkjum böndin, samfella í heilbrigðisþjónustu við aldraða

Landspítali efnir til í málstofu 11. október næstkomandi kl. 11.30 - 16.30 í Iðnó undir yfirskriftinni Styrkjum böndin, samfella í heilbrigðisþjónustu við aldraða.  Málstofan er lokuð og þar koma saman forsvarsmenn og fagaðilar innan heilbrigðis- og félagsþjónustu við aldraða einstaklinga hér á höfuðborgarsvæðinu og er markmiðið að kryfja ósótt tækifæri og lausnir innan núverandi kerfis. Fulltrúi LEB í málstofunni […]