Akstur á efri árum
Umferðin er orðin meira krefjandi og vandasamari en hún var og það krefst góðrar færni að komast á milli staða. Flestir eldri ökumenn aka mjög vel en hjá öllum kemur að þeim degi að heilsan leyfir ekki frekari akstur.
Almenn ökuréttindi þarf að endurnýja við 70 ára aldur og þá vakna upp eftirfarandi spurningar:
Hvar, hvenær og hvernig sæki ég um?
Þarf égað undirgangast próf í aksturshæfni?
Breytistfærni mín til aksturs með hækkandi aldri?
Hvað er gott að hafa í huga í umferðinni?
Er einhvern tímann of seint að læra á bíl?
Get ég ráðið hvort að ég taki próf á sjálfskipta eða beinskipta bifreið?
Get ég sótt upprifjunarnámskeið um öryggi í akstri fyrir eldri ökumenn?
O.fl.
Bæklingurinn Akstur á efri árum svarar algengum spurningum og vekur athygli á mikilvægi þess að sýna ábyrgð og gæta fyllsta öryggis í umferðinni.
Smellið á myndina eða tengilinn til að lesa bæklinginn á PDF sniði: Akstur á efri árum