Erlent samstarf
Kjaramál, húsnæðismál, heilbrigðismál og lýðheilsa í víðu samhengi eru ofarlega á baugi í umræðum eldri borgara í alþjóðlegu samstarfi. Tölvumál ber sömuleiðis oft á góma. Tölvunotkun og tölvusamskipti eru til gagns og gamans á flestum sviðum tilverunnar. Hvernig á að bregðast við gagnvart fólki sem ekki er tölvulæst nema að litlu leyti eða alls ekki?
Norrænu samstarfsfélög LEB eru:
Danmörk – Faglige Seniorer, Danmörk
Finnland – Pensionärerna rf, Finland
Færeyjar– Landsfelag Pensjonista, Færeyjar
Noregur – Pensjonistforbundet, Noregur
Svíþjóð – Pensionärernas Riksorganisation PRO
Norræna samstarfsnefndin, sem á ensku nefnist The Nordic Older People‘s Organisation (NOPO) á aðild að AGE Platform Europe ásamt tæplega 150 öðrum heildarsamtökum.
AGE Platform Europe er umsagnaraðili um mál sem eru til umræðu á Evrópska efnahagssvæðinu og er ábyrgt gagnvart framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu. Með þátttöku sinni í Norrænu samstarfsnefndinni hefur Landssamband eldri borgara því aðstöðu til að afla upplýsinga og fylgjast með því sem efst er á baugi í málefnum aldraðra í Evrópu.
Fulltrúar norðurlandanna sem hittust á stjórnarfundi NSK (Norræna samstarfsnefndin) í Helsinki í október 2024