Verður gott að eldast?

 Helgi Pétursson formaður LEB fjallar um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. „Verður eitthvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjölmargar skýrslur og álitsgerðir um málefni eldra fólks sem flestar rykfalla í skúffum.“ 

Heild­ar­end­ur­skoðun þjón­ustu fyrir eldra fólk á vegum þriggja ráðu­neyta, fjár­mála- heil­brigð­is- og félags­mála, Sam­taka sveit­ar­fé­laga og Lands­sam­bands eldri borg­ara sem hófst í júni á þessu ári og taka mun fjögur ár, getur haft í för með sér mestu breyt­ingu á flestum þjón­ustu­þáttum félags­legrar þjón­ustu og heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir eldra fólk sem gerð hefur verið til þessa. Verk­efnið heitir Það á að vera gott að eld­ast. Þótt fram­komnar hug­myndir séu afar fjöl­breyttar má þó segja að ekk­ert á þessum sviðum sé nýtt undir sól­inni, svo lengi hafa menn talað um nauð­syn þeirra breyt­inga. Stóra hug­takið í allri þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin og það sem fyrir liggur á næstu miss­erum er sam­þætt­ing. Og aftur sam­þætt­ing.

Stöð­unni hefur verið lýst í ein­faldri mynd eft­ir­far­andi: Lækn­ir­inn, hjúkr­un­ar­konan og félags­þjón­usta sveit­ar­fé­lag­anna tala ekki sam­an. Síðan koma afar fjöl­breytt milli­stig í sam­skiptum fjöl­margra aðila sem þarfn­ast sam­þætt­ing­ar. Maka­laus­ast er fyrir okkur sem komum að þess­ari vinnu í verk­efn­is­stjórn að hitta fjöld­ann allan af fólki í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu sem öll segja það sama: Við erum búin að vera að tala á þessu nótum sam­þætt­ingar í fjölda­mörg ár, en ekk­ert hefur gerst. Lengst hefur sú þróun kom­ist í Reykja­vík þar sem segja má að aðstæður séu ein­faldastar, en víða á lands­byggð­inni eru gríð­ar­stór þjón­ustu­svæði sem verk­efnið er ekki auð­velt.

Að tryggja eldra fólki þjón­ustu við hæfi

Vilja­yf­ir­lýs­ing um þetta verk­efni allt var und­ir­rituð í sumar af félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, for­manni Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og for­manni Land­sam­bands eldri borg­ara.

Mark­miðið er að tryggja eldra fólki þjón­ustu við hæfi og mik­il­vægt er því að sam­þætta þjón­ust­una, bæði til að auka lífs­gæði og tryggja að þjón­ustu­kerfi hér á landi ráði við vænta fjölgun eldra fólks á næstu árum.

Nú þegar liggur fyrir aðgerð­ar­á­ætlun sem lögð verður fyrir Alþingi sem til­laga til þings­á­lykt­unar eftir ára­mót. Aðgerða­á­ætl­un­inni er ætlað að vera leið­ar­vísir fyrir stjórn­völd til að skapa skýra fram­tíð­ar­sýn um hvaða leiðir verði farnar til að bæta þjón­ustu við eldra fólk og vinna heild­ar­stefnu sem felur í sér að eitt þjón­ustu­stig taki hnökra­laust við af öðru og ábyrgð á þjón­ustu­þáttum milli aðila sé skýr og að gráum svæðum verði útrýmt. Gert er ráð fyrir að gild­is­tími aðgerða­á­ætl­unar taki til tíma­bils­ins 2023-2027. Jafn­framt er stefnt að því að staða aðgerða og fram­gangur þró­un­ar­verk­efna verði gerð aðgengi­leg og skýr meðal ann­ars til að auð­velda eft­ir­fylgni.

Þró­un­ar­verk­efni um sam­þætta heima­þjón­ustu

Á árinu 2023 hefj­ast skil­greind þró­un­ar­verk­efni á 4-6 svæðum á land­inu þar sem félags- og heil­brigð­is­þjón­usta sem veitt er eldra fólki í heima­húsi er sam­þætt, undir sam­eig­in­legri mann­afla- og fjár­mála­stjórn.

Mark­mið aðgerð­ar­innar er eldra fólk fái mark­vissa og sam­fellda þjón­ustu heim sam­kvæmt fag­legu mati.

Dagdvöl er fólki afar mik­il­væg og er sér­stök áhersla lögð á hana í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni. Þróa á þetta úrræði þannig að fleiri eigi kost á þjón­ustu dagdvala í þeim til­gangi að auka og við­halda virkni í dag­legu lífi. Einnig að fresta sem lengst þörf fyrir dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili með því að aðlaga þjón­ust­una þannig að hún komi betur til móts við þarfir eldra fólks sem býr heima og fjöl­skyldur þeirra. Lögð verði áhersla á skil­greint og öfl­ugt sam­starf á milli dagdvala og heima­þjón­ustu.

Ein upp­lýs­inga­gátt fyrir allt landið

Of langt mál er að telja upp alla þætti aðgerð­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar, en t.d. er lagt er til að tekið verði upp sam­ræmt mat­stæki og aðgangur að upp­lýs­ingum milli þjón­ustu­að­ila og ein gátt fyrir allar beiðnir um heima­þjón­ustu og dagdvöl, ein upp­lýs­inga­gátt fyrir allt landið varð­andi upp­lýs­ingar um þjón­ustu og rétt­indi eldra fólks, efla almenna upp­lýs­inga­ráð­gjöf og sér­hæfðan stuðn­ing fyrir fólk með heila­bilun og aðstand­endur þeirra, stór­auka -öldr­un­ar­ráð­gjöf og síð­ast en ekki síst vit­und­ar­vak­ing um heil­brigða öldrun með því að draga úr félags­legri ein­angr­un, ald­urs­for­dómum og auka þekk­ingu meðal almenn­ings á mik­il­vægi alhliða heilsu­efl­ing­ar, sam­veru og sam­skipta milli kyn­slóða ásamt því að vekja fólk til umhugs­unar um hvernig það geti sem best tryggt sig far­sælu lífi á efri árum.

Upp­lýs­ingar eru afar mik­il­vægur þáttur í allri þess­ari vinnu, en það hefur margoft komið fram í máli bæði stjórn­mála­manna og þeirra sem vinna í heil­brigðis – og félags­þjón­ustu að mikið af þeirri þjón­ustu sem um ræðir er þegar til í ein­hverri mynd, en upp­lýs­ingar og sam­þætt­ingu skorti. Það verður því mik­ill fengur í einni upp­lýs­inga­gátt fyrir allt landið varð­andi upp­lýs­ingar um þjón­ustu og rétt­indi eldra fólks.

Að hægt verði að nálgast, með ein­földum hætti, upp­lýs­ing­ar, við­eig­andi umsókn­ar­eyðu­blöð og almenna ráð­gjöf um allt það sem varðar þjón­ustu við eldra fólk bæði félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu. Hægt verði að nota net­spjall eða sím­tal ger­ist þess þörf.

Umfjöllun um heim­ili fólks er þýð­ing­ar­mik­ill þáttur í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni og þar er að finna til­lögu um að til verði til opin­ber skil­grein­ing á heim­ili fyrir eldra fólk, sér­stakur vinnu­hópur fari yfir hug­myndir um ný búsetu­úr­ræði og lagt er til að hægt verði að styrkja fólk til þess að gera nauð­syn­legar breyt­ingar á hús­næði sínu til þess að geta búið lengur við öryggi og þæg­indi.

Þessi aðgerð­ar­á­ætlun liggur nú inni á sam­ráðs­gátt stjórn­valda þar sem allir eru hvattir til þess að segja sitt álit. Til­laga til þings­á­lykt­unar verður svo lögð fram á vor­þingi.

Verður eitt­hvað úr þessu? Von að spurt sé. Það liggja fyrir fjöl­margar skýrslur og álits­gerðir um mál­efni eldra fólks sem flestar ryk­falla í skúff­um. Að mínu viti hefur hér hins vegar farið af stað umræða og til­lögu­gerð þar sem ekki verður aftur snú­ið. Verk­efn­is­stjórn hefur hitt fjölda fólks í heil­brigð­is- og félags­þjón­ustu bæði í þétt­býli og á lands­byggð, kynnt verk­efnið fyrir þing­flokkum og fjölda hag­að­ila og alls staðar mætt miklum áhuga og jafn­vel spenn­ingi yfir því að nú skuli loks­ins eiga að fara að gera það sem talað hafi verið um í ára­tugi og allir verið sam­mála. Að það eigi að vera gott að eld­ast.

Höf­undur er for­maður LEB - Lands­sam­bands eldri borg­ara.

 

Pistillinn birtist fyrst á Kjarnanum 30. desember 2022

Previous
Previous

Takmörk á beitingu nauðungar í heilbrigðisþjónustu

Next
Next

Hækkun ellilífeyris og launa 1. janúar 2023