21. febrúar: Félagsráðgjafaþing 2020: "Skiljum enga eftir" virðing - virkni - velferð

Á dagskrá Félagsráðgjafaþings 2020, - , eru 18 málstofur þar sem félagsráðgjafar fjalla um fjölbreytt verkefni á vettvangi sem sýnir þá grósku sem býr innan stéttarinnar. Á þinginu verða lykil fyrirlesarar frá Noregi og Hollandi, annar þeirra hefur sinnt meðferð fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi en hinn komið að vernd barna. Jafnframt verða kynntar niðurstöður rannsóknar meðal íslenskra félagsráðgjafa.

Per Isdal, klínískur sálfræðingur er einn af stofnendum „Alternative to Violence“ í Noregi og hefur starfað á þeim vettvangi yfir 30 ár og ritað fjölda bóka um efnið, yfirskrift erindis hans er Contaminated by violence.Marieke Vogel, félagsráðgjafi „SIGNS of Safety“ leiðbeinandi og svæðisstjóri Elia fyrir Evrópu. Hún hefur starfað að velferð barna og barnavernd, m.a. verið meðlimur teymis varðandi börn í mikilli áhættu. Yfirskrift erindis Marieke Vogel er Signs of Safety – a tool for Social Workers.Dr. Steinunn Hrafnsdóttir félagsráðgjafi, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands rannsóknarsvið hennar beinist að stjórnun, vinnuumhverfi félagsráðgjafa, félagasamtökum, samfélagslegri nýsköpun og sjálfboðaliðum. Dr. Ásta Snorradóttir félagsfræðingur, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands rannsóknarsvið hennar beinist að líðan og heilsu starfsfólks með áherslu á áhrifaþætti heilsu og líðanar í félagslegu vinnuumhverfi. Yfirskrift erindis þeirra er Vinnustreita og kulnun meðal íslenskra félagsráðgjafa. Nú er opið fyrir skráningu á Félagsráðgjafaþing 2020, gjaldið er óbreytt frá fyrra ári eða11.500 krónur almennt gjald og 8.500 krónur fyrir nema og eftirlaunaþega sem eru ekki í launaðri vinnu. Vakin er athygli á því að gjaldið hækkar í 13.500 eftir 1. febrúar nk. Athugið að hægt er að nota kvittun, sem er send á netfang þegar greitt er, til að sækja um endurgreiðslu í endurmenntunarsjóði.Þingið er öllum opið.Dagskrá Félagsráðgjafaþings 2020Skráning hér
Previous
Previous

Miðvikud. 5. febrúar: Lífshlaupið hefst. Tökum öll þátt!

Next
Next

Er einmanaleiki varhugaverður heilsu fólks?