Aðalfundur FEBRANG ályktar um Gráa herinn og kjaramál

 Ályktanir aðalfundar FEBRANG 2023.Grái herinnAðalfundur FEBRANG 2023 vill þakka þeim sem stóðu að stofnun Gráa hersins og hafa barist ötullega fyrir leiðréttingum á kjörum eldri borgara þessa lands.FEBRANG lagði lítið lóð á vogarskálina með greiðslu á 50 þús. kr. stofnframlagi.Þrátt fyrir mótbyr íslenskra dómstóla verður að halda baráttunni áfram. Því samþykkir aðalfundur FEBRANG að ábyrgjast allt að 100.000 kr. framlag til Gráa hersins, verði þess þörf.KjaramálAðalfundur FEBRANG 2023 fullyrðir að stór hópur eldri borgara á vart til hnífs og skeiðar - þetta vita allir. Þessu valda m.a. lágar greiðslur Tryggingastofnunar og harkalegar skerðingar vegna annarra tekna.Eldri borgarar með LEB í broddi fylkingar hafa ítrekað vakið athygli á þessu óréttlæti. Góður hljómgrunnur er fyrir lagfæringum í aðdraganda kosninga. Þegar völd eru tryggð segir valdið: Sögðuð þið eitthvað?Við höfum skaffað, við sköffum enn, skiptum kökunni jafnar, nóg er nú til!

Previous
Previous

Formannafundur LEB um kjaramál 27. febrúar 2023

Next
Next

Málum þriggja liðsmanna Gráa hersins vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu