Aðgerðir strax – ekkert annað dugar

Drífa Sigfúsdóttir

Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara skrifar:Hallgrímur Jónasson ritaði grein um hjúkrunarheimili og hve lítið hafi heyrst frá LEB og fleirum um þessi mál. Ég er sammála honum um að ástandið er algjörlega óviðunandi. En Landsamband eldri borgara hefur sent frá sér ályktanir um málefni hjúkrunarheimila og rætt þau mál við forystufólk stjórnmálaflokkanna. Síðasta ályktun var gerð á Landsfundi LEB 26. maí sl. Við höfum því miður talað fyrir daufum eyrum um þessi mál og því fagna ég því að fleiri veki athygli á stöðunni.Það hefur ekki farið framhjá neinum að hjúkrunarheimilin hafa glímt við rekstarvanda sl. ár. Við þær aðstæður er þjónustan væntanlega slakari.Landsfundur LEB lýsti vonbrigðum sínum vegna þess hve hægt gengur að mæta vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými og kallar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda. Í maí biðu 450 manns eftir plássi á hjúkrunarheimili og þar af voru 125 inniliggjandi á LSH. LEB vill að  rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimila verði endurskoðað og allt utanumhald verði gagnsætt. Þá þarf að bjóða upp á fjölbreyttari lausnir í húsnæðismálum fyrir eldra fólk.  LEB hefur lýst vilja sínum til að koma að úrlausn mála er varða eldra fólk.Framlög frá ríkinu duga ekki fyrir rekstri og því eru sveitarfélögin sum hver að skila rekstri þeirra aftur til ríkisins. Vegna þess býr margt eldra fólk við mikla óvissu. Ég spyr um siðferði samfélags sem hunsar vanda þeirra sem hafa byggt upp samfélagið með mikilli vinnu í áratugi? Við höfum unnið okkur rétt til þess að á okkur sé hlustað og við ætlum að hafa áhrif á eigið líf.Það er fyrirkvíðanlegt fyrir marga að lenda á þessum stofnunum, vera þar öðrum háður og vita að þjónustan er í algjöru lámarki. Ríki og sveitarfélög er skylt að koma þessum málum í lag sem fyrst og hætta að kasta vandanum á milli sín.  Við sættum okkur ekki við neitt annað!

   - Greinin birtist fyrst á www.lifdununa.is

Previous
Previous

Mikill meirihluti telur illa staðið að málefnum eldri borgara á Íslandi

Next
Next

Símaráðgjöf - ný þjónustuleið hjá TR