Afsláttarbók LEB 2020 er komin út
Árum saman hefur LEB gefið út Afsláttarbók fyrir félagsmenn félaga eldri borgara á öllu landinu. Nýjasta afsláttarbókin er nú komin út. LEB gerði samning við Félag eldri borgara í Reykjavík um að hafa umsjón með framkvæmd og útgáfu bókarinnar að þessu sinni, eins og mörg ár á undan.Haft var samband við formenn allra aðildarfélaga og þeir hvattir til að safna saman aðilum, fyrirtækjum, sem vildu gefa félagsmönnum afslátt af vörum sínum og þjónustu á sínu heimasvæði. Þeim tilboðum sem bárust umsjónaraðila bókarinnar voru síðan sett í bókina. Vill LEB þakka öllum þeim sem söfnuðu afsláttarkjörum og fyrirtækjunum sem þau veita kærlega fyrir sitt framlag.Bókinni er dreift til formanna allra aðildarfélaga sem síðan dreifa þeim áfram til sinna félagsmanna, þannig a.m.k. ein afsláttarbók ætti að vera til á heimilum félagsmanna áður en langt um líður.HÉR er hægt að lesa Afsláttarbókina 2020Einnig er hún aðgengileg á forsíðu vefsins undir titlinum „Handhæg upplýsingarit".Formaður LEB fylgir bókinni úr hlaði með eftirfarandi ávarpi:Ágæti viðtakandi.Um leið og þú opnar þessa afsláttarbók óskum við þess að hún komi að góðum notum. Á mörgum undanförnum árum hefur bókin verið gefin út og fólk verið þakklátt fyrir þá fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum til að eldra fólk hafi aðeins betri kjör. Margir láta vita árlega um hvernig þeir nota bókina og segja frá því víða meðal annars með því að hafa bókina í bílnum eða veskinu. Verslunareigendur og fyrirtæki eiga rétt á að félagsskírteinum sé framvísað um leið og verslað er. Þess vegna erum við með nýjan lit á skírteinum árlega. Nokkur félög innan LEB gefa út skírteini sem gilda meira en eitt ár. Vonandi hefur þetta verkefni heppnast vel og er því ætlað að bæta lífsgæði félagsmanna.Þórunn Sveinbjörnsdóttir Formaður LEB