Ályktun Sameykis stéttarfélags um kjör eldra fólks

Aðalfundur Sameykis sem haldinn var fimmtudaginn 21. mars 2024 samþykkti eftirfarandi ályktun um málefni eldra fólks:

 Fátækt í boði stjórnvaldaSameyki stéttarfélag í almannaþjónustu telur mjög brýnt að gera róttækar breytingar á ellilífeyri almannatrygginga, m.a. með því að draga úr skerðingu vegna tekna frá lífeyrissjóðum og taka sérstaklega á kjörum þeirra sem eru með lægstan lífeyri. Sé íslenska eftirlaunakerfið borið saman við það danska og hollenska, sem eru sambærileg kerfi, sker það íslenska sig úr fyrir gríðarlegar tekjutengingar.Af þeim rúmlega 40.000 manns sem taka ellilífeyri frá TR eru um helmingur með lífeyri sér til framfærslu undir lægstu launum. Skerðingu er beitt með sama hætti gegn þeim sem eru með 70.000 kr. frá lífeyrissjóðum og þeim sem hafa 570.000 kr. eða meira. Engin lágmarksframfærsla er tryggð. Núverandi kerfi býr til og viðheldur fátækt og krefst Sameyki aðgerða; að stjórnvöld hverfi frá stefnu sinni sem stuðlar að fátækt eldri borgara.• Tryggja þarf að lágmarkslífeyrir sé aldrei lægri en lægsti launataxti og tryggja að hann fylgi launaþróun.• Draga þarf úr skerðingu vegna tekna frá lífeyrissjóðum.• Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka eiga ávallt að fylgja launavísitölu.Til að ná fram breytingum á kjörum eldri félagsmanna sem komnir eru á eftirlaun er nauðsynlegt að stéttarfélögin líti á þeirra baráttu sem sína eigin. Frétt um ályktanir aðalfundar Sameykis má lesa í heild sinni HÉR 

Previous
Previous

Páskafrí

Next
Next

EBAK ályktar um kjaramálapakka ríkisstjórnarinnar