Ályktun um heilbrigðis- og velferðarmál á landsfundi LEB 2019

Landssamband eldri borgara fagnar því framtaki sem heilbrigðisráðherra hefur sýnt í málefnum eldri borgara.

Framundan er loks veruleg uppbygging hjúkrunarrýma sem lengi hafði verið beðið eftir. Á þessu og næsta ári bætast við 200 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða, en alls er gert ráð fyrir opnun nærri 800 nýrra rýma til loka ársins 2023.

Tannlæknakostnaður eldra fólks var óbreyttur frá 2004. Nú hefur verið ákveðið að auka niðurgreiðslur tannlæknakostnaðar eldra fólks þannig að aldraðir greiða 50 % af kostnaðinum i stað 73 % áður.Komugjöld hafa verið felld niður fyrir aldraða á heilsugæslustöðvum.Margt fleira mætti nefna.En rétt er að árétta að enn má bæta í og laga þrátt fyrir góðan byr. Þar er um að ræða verkefni sem snúa ekki aðeins að ríkinu heldur líka að sveitarfélögunum og ekki síður þeim sem bera ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimilanna.Aðalfundur LEB leggur áherslu á eftirfarandi atriði:Dagþjálfunarrýmun þarf að fjölga til að styðja eldra fólk til að viðhalda heilsu og lífsgæðum, draga úr álagi aðstandenda og seinka flutningi á hjúkrunarheimili.Mikilvægt er að efla þjónustu við aldraða heima m.a. með aðkomu þverfaglegra teyma sem gætu líka sinnt einfaldri sjúkrahúsþjónustu í heimahúsi (Hospital Homecare). Endurhæfing heima er á góðri leið með að festast í sessi sem verkefni í Reykjavík og væri gott að innleiða víðar.Nýlegar rannsóknir sýna að næringarástand aldraðra er bágbornara en fagfólk og heilbrigðisyfirvöld gerðu sér grein fyrir. Eitt af alvarlegri vandamálum aldraðra er þyngdar- og vöðvarýrnum (sarcopenia). Áður var vöðvarýrnum álitin náttúrulegur fylgifiskur öldrunar. Nú vitum við að hægt er að verjast þessu með bættri næringu og hreyfingu. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og þeir sem sinna öldruðum vinni sameiginlega að því að bæta þetta ástand.Mikilvægt er að unnið verði skipulega að heilsueflingu aldraðra i náinni samvinnu við sérfræðinga á því sviði.Velferðartækni þarf að innleiða en þar erum við mörgum árum á eftir hinum Norðurlöndunum.Skoða þarf sérstaklega stöðu þeirra sem búa við einangrun og einmanaleika og og leita leiða til að rjúfa einangrun þessa fólks en það hefur verið gert víða erlendis.Minnt skal á að fátækt meðal verst setta hópsins veldur oft veikindum og einangrun.Mikilvægt er að þjónusta verði aðgengilegri og meira í takti við þarfir einstaklinga á  hverjum tíma. Það er alkunna að með því að samtvinna þjónustu þeirra sem sinna öldruðum, næst betri yfirsýn yfir veitta þjónustu og minni hætta á að einstaklingar verði af nauðsynlegri þjónustu.Landssambandið telur mikilvægt að fylgja eftir og framkvæma þá heildarstefnumótun í málefnum fólks með heilabilun sem gert er ráð fyrir að ljúka í sumar.Öflugri heilsugæsla getur fylgst betur og skipulegar með líðan eldra fólks en verið hefur.Mikilvægt er að fyrir liggi skýrar upplýsingar í einni upplýsingagátt um þá þjónustu sem í boði er fyrir eldra fólk.Framkvæmdasjóður verði nýttur skv. upphaflegum lögum um sjóðinn, þ.e. til uppbygginar heimila fyrir aldraða.Endurskoða þarf þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í ferðakostnaði sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands, svo fólki í landinu sé ekki mismunað við að leita sér læknisþjónustu. Vakin er athygli á því vandamáli að víða er skortur á heilsugæslulæknum úti á landi og miklu skiptir að treysta aðgengi aldraðra sem annarra að sérfræðiþjónustu á landsbyggð.Gagnagrunnur þarf að vera öruggur þannig að fyrir liggi samræmdar upplýsingar  um heilsufar einstaklinga á heilbrigðisstofnunum, þar sem ávallt skal fara eftir lögum um persónuvernd.Hækka þarf verulega styrki við kaup á heyrnartækjum og bæta við gleraugum.Fjölga þarf starfsfólki í umönnun og hjúkrun aldraðra og auka og efla  þjálfun og stuðla að faglegum metnaði þeirra sem annast um þá sem eru mjög veikir. Að umönnun aldraða koma stöðugt fleiri hópar. Þar skipta allir máli, sjúkraliðar, félagsliðar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, læknar og ótal margir aðrir aðilar og mikilvægt er að þessir aðilar vinnu saman.Mikilvægt er að innleiða mannúðlega stefnu á hjúkrunarheimilum til að bæta líðan og lífsgæði fólks sem þar dvelur – þannig að lífið sé þess virði að lifa því allt til enda.    

Previous
Previous

Ályktun um kjaramál á landsfundi LEB 2019

Next
Next

Aukalandsfundur LEB 24. apríl 2018, fundargerð