Áríðandi tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins

Aukin fjarþjónusta - Afgreiðslan lokuð meðan neyðarstig almannavarna varir

10. mars 2020
TR býður upp á aukna fjarþjónustu fyrir viðskiptavini sína vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu vegna COVID-19. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 og beinir sóttvarnarlæknir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga  að forðast margmenni. Í  viðskiptavinahópi TR eru margir sem teljast til viðkvæmra hópa og leggur TR því áherslu á að efla fjarþjónustu á meðan neyðarstig varir.  Er þetta gert með velferð viðskiptavina að leiðarljósi.Afgreiðsla TR verður því lokuð frá og með deginum í dag en þær þjónustuleiðir sem við bendum á eru:Mínar síður, sem eru alltaf aðgengilegar. Þar er m.a. hægt að sækja um allar bætur og breyta tekjuáætlun. Hægt er að setja fylgigögn með umsóknum beint inná Mínar síður, einnig er hægt að senda fyrirspurnir til TR sem er svarað í tölvupósti. Til að komast á Mínar síður þarf íslykil eða rafræn skilríki.Símaver TR  er opið frá kl. 9.00 til 15.00, s. 560 4400. Þar er m.a. veitt aðstoð og ráðgjöf til að komast inn á Mínar síður auk þess sem allar upplýsingar er varða bætur og lífeyrisgreiðslur eru veittar.Netfangið  tr@tr.is . Öllum fyrirspurnum er svarað svo fljótt sem auðið er.Heimasíða tr.is. Þar eru allar nauðsynlegar upplýsingar um bótaflokka og greiðslur. Einnig er bent á spurningar og svör við algengum spurningum.Reiknivélin. Í reiknivélinni á heimasíðu TR er hægt að reikna út mögulegar greiðslur með mismunandi forsendum.Bréfpóstur. Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti. Einnig er póstkassi í Hlíðasmára 11 þar sem hægt er að skila gögnum.Starfsemin verður að öðru leyti óbreytt og mánaðarlegar greiðslur munu berast viðskiptavinum eins og venjulega.HÉR er hægt að lesa nánar um aðgerðir TR: Stutt samantekt yfir aðgerðir - dags.11.03.2020
Previous
Previous

Hendum burt erjum. Stöndum saman. Styðjum hvert annað

Next
Next

Heilsuvera er afar nytsöm heimasíða fyrir alla - ekki síst eldra fólk