Breytingar á skrifstofu LEB

Starfsemi LEB hefur aukist til muna síðustu misserin. LEB hefur hrint úr vör ýmsum verkefnum til hagsbóta fyrir félagsmenn aðildarfélaganna 55, sérstaklega eftir að heimsfaraldurinn skall á. Útgáfa hefur aukist jafnhliða og sífellt meiri vinna lögð í ýmis baráttumál eldra fólks eins og kjaramál og húsnæðis- og heilbrigðismál. Þá hefur LEB á að skipa fjölmörgum nefndum og starfshópum auk þess sem stjórnvöld óska eftir fulltrúum LEB í nefndir og starfshópa. Stjórn LEB hefur undanfarið verið að vinna í ýmsum aðgetrðum vegna komandi alþingiskosninga.

Viðar Eggertsson var ráðinn skrifstofustjóri LEB í 35% starf 1. september 2019. Um áramótin síðustu jókst starfshlutfall hans í 50%. Hann hefur verið eini fastráðni starfsmaður LEB um nokkuð langt skeið.

Þann 1. júlí sl. var Steinunn Valdimarsdóttir ráðin tímabundið í starf verkefnisstjóra til að vinna að ýmsum sértækum verkefnum sem brýn þörf var á, eins og að innleiða nýtt félagakerfi, NORI, sem LEB mun kynna aðildafélögun á næstunni. Þá er Steinunn einnig að vinna að endurbótum í rafrænni stjórnsýslu LEB ásamt öðrum tilfallandi átaksverkefnum.

Viðar verður í leyfi frá 14. ágúst til og með 26. september og mun Steinunn leysa hann af á meðan.

Þau tvö eru helstu stoðir og styttur nýs formanns, Helga Péturssonar, sem tók við formennsku LEB á síðasta landsfundi, 26. maí sl. sem og stjórnar LEB sem kosin var þá.

Skrifstofa LEB er að Ármúla 6, 108 Reykjavík. Hún er opin alla virka daga kl. 09.00 - 12.00.
Síminn er 567 7111 og netfangið leb@leb.is

Previous
Previous

Heilbrigðisþing um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða

Next
Next

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti