Breytt meðferð séreignarlífeyris við útreikning á lífeyri TR
Hverja varðar þá breytingin?
Breytingin hefur fyrst og fremst áhrif á þau sem hafa greitt skyldubundin iðgjöld í séreignarsjóði hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Frjálsa lífeyrissjóðnum, Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífsverki og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands.Einnig getur breytingin haft áhrif á þau sem ráðstöfuðu hluta af sínu skyldubundna iðgjaldi í tilgreinda séreign sem ákveðnir lífeyrissjóðir hafa boðið upp á frá árinu 2016.Breytingin hefur engin áhrif á þau sem hafa hafið töku lífeyris hjá TR eða þau sem sækja um lífeyri fyrir 1. janúar 2023 og upphaf lífeyristöku er á árinu 2022 eða fyrr. Undanþága gildir fyrir þann hóp eins og fram kemur hér að ofan.Þá hefur breytingin engin áhrif á þau sem hafa greitt sín skyldubundnu iðgjöld eingöngu í samtryggingarsjóði eins og t.d. Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð verslunarmanna eða Gildi sem og þá sem hafa greitt til viðbótar aðeins í viðbótarlífeyrissparnað 4%+2%.
Hvað þarf að gera?
Mikilvægt er að þau sem hafa ráðstafað skyldubundnu iðgjaldi í séreignarsjóði og hafa ekki hafið töku lífeyris hjá TR kynni sér vel áhrif breytinganna. Það á sérstaklega við um þau sem geta átt rétt á ellilífeyri frá TR fyrir 1. janúar 2023 en til þess að falla undir „gömlu“ regluna þarf umsókn að hafa borist stofnuninni í síðasta lagi 31. desember 2022 og upphaf lífeyristöku að vera á árinu 2022 eða fyrr. Í því sambandi er rétt að geta þess að hægt er að hefja töku ellilífeyris allt frá 65 ára aldri.Hér má nálgast lögin.Nánari upplýsingar um áhrif breytinganna má finna í spurt og svarað hér.Mynd til frekari skýringar: