Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf

 Aðgerðarhópur á vegum Landssambands eldri borgara, skipaður formanni LEB og nokkrum formönnum félaga af Suðvestur horni landsins, Gráa hersins og stjórnar LEB, hefur undanfarnar vikur kynnt áhersluatriði félaga LEB fyrir fulltrúum stjórnmálaflokka sem nú sitja á þingi og munu bjóða fram til alþingis í haust og aðilum vinnumarkaðarins.Unnið var að því að taka saman þessi áhersluatriði í vetur og vor og þau síðan kynnt og samþykkt á formannafundi LEB um miðjan mars. Búið er að prenta þau á einblöðung, sem ætlaður er til kynningar.Aðgerðarhópurinn skoraði á stjórnmálaflokka að fá eldra fólk til liðs við sig og skipa í örugg sæti til þess að raddir þeirra mættu heyrast og síðan var ákveðið að hitta fulltrúa stjórnmálaflokkanna og aðila vinnumarkaðarins. Áhersluatriði eldra fólks í komandi Alþingiskosningum eru að almennt frítekjumark verði 100 þús. krónur, að starfslok miðist við færni en ekki aldur, að heilsugæslan verði vagga öldrunaþjónustunnar, að skapað verði búsetumillistig milli heimilis og hjúkrunarheimilis og að um málefni eldra fólks gildi ein lög, en ekki fleiri lagabálkar.Fulltrúar aðgerðarhópsins hafa þegar átt mjög gagnlega og ánægjulega fundi með stjórnmálaflokkunum og aðilum vinnumarkaðarins og eru fleiri almennir kynningarfundir fyrirhugaðir, strax og samkomutakmörkunum verður aflétt.Áhersluatriðin má lesa HÉR!   

Previous
Previous

Fundargerð Kjaranefndar 8. apríl 2021

Next
Next

Lærðu að nýta tölvuna betur - ókeypis!