„Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?“
Fjölsótt málþing á Akureyri um áskoranir í velferðarþjónustuMeðal þess sem fjallað var um á fjölsóttu málþingi í Háskólanum á Akureyri á fimmtudaginn voru þær áskoranir sem fram undan eru í velferðarþjónustu í ljósi sístækkandi hóps eldri borgara, en yfirskrift þess var „Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?“Kynntar voru niðurstöður rannsókna um heilsu og líðan eldri borgara á Norðurlandi, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði málþingið, fulltrúi frá öldungaráði Akureyrarbæjar ræddi um málefni aldraðra í bænum og Jón Snædal fjallaði um stefnumótun í þjónustu við einstaklinga með heilabilun.Meginhluti ráðstefnunnar fólst í því að fulltrúar frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar, búsetusviði Akureyrarbæjar, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Sjúkrahúsinu á Akureyri kynntu þá þjónustu sem eldri borgarar eiga kost á og framtíðarsýn sína í þeim efnum.Fram kom að til þess að þróa núverandi þjónustu áfram og mæta þörfum aldraðra á komandi árum þurfi enn frekari samvinnu þeirra sem að þessum málum koma. Einnig var ályktað að fleiri fagstéttir þurfi að koma að þjónustunni og huga þurfi að nýjum leiðum í þeim efnum.- Greinin er byggð á frétt úr Morgunblaðinu.