Fimmtíu manns mega koma saman og allt að 200 við ákveðin skilyrði
Þetta ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðsráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur sóttvarnalæknis og að sátt hafi verið innan ríkisstjórnar. Um sé að ræða umtalsverðar tilslakanir núna, „enda hafi okkur gengið vel í baráttunni," eins og ráðherrann sagði við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi.
Þar að auki verður allt að tvö hundruð leyft að koma saman á viðburðum í sviðslistum, íþróttaviðburðum og annars staðar þar sem hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og að það sé að minnsta kosti einn metri á milli fólks.
Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund.
Hámarksfjöldi í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum fer úr 50 prósent í 75 prósent af hámarksfjölda gesta sem leyfilegur er í laugunum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um helgina. Annað minnisblaðið snéri að tillögum afléttingu í innanlandsaðgerðum og hitt að skólastarfi þar sem núverandi reglugerð þar að lútandi fellur úr gildi 28. febrúar.
Eins metra nálægðarregla í skólum
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að að staðnám í skólum verði aukið og reglur rýmkaðar varðandi félagslíf. Það verði þó kynnt betur síðar í dag.
Svandís sagði eftir ríkisstjórnarfund að almanna nálægðarreglan verði einn metri í skólakerfinu. Þetta séu umtalsverðar tilskalkanir sem taki gildi strax á morgun, bæði almennar takmarkanir og tilskakanir í skólunum. Mun nýja reglugerðin gilda í þrjár vikur með fyrirvörum.
Tilkynninguna í heild má sjá hér að neðan.
Ath! Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert framantalinna skilyrða gildir reglan um 50 manna hámarksfjölda á viðburðinum.Áhorfendur á íþróttaviðburðum: Heimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum. Áhorfendur mega vera allt að 200 manns að því gefnu að hægt sé að uppfylla öll skilyrði hér að framan um viðburði þar sem gestir sitja. Ef áhorfendur eru standandi gildir regla um 50 manna hámarksfjölda.Sund- og baðstaðir: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda.Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Gestir mega vera 75% af leyfilegum hámarksfjölda. Í hverju rými mega nú að hámarki vera 50 manns.Skíðasvæði: Heimilt er að taka á móti 75% af hámarksfjölda af móttökugetu hvers svæðis.Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar: Leyfilegur hámarksfjöldi í rými verður 50 manns. Heimilt er að taka á móti nýjum viðskiptavinum til kl. 22.00 en þeir skulu allir hafa yfirgefið staðinn fyrir kl. 23.00.- Fréttin birtist á VÍSI