Fjárhæðir lífeyrisgreiðslna og breytingar 1. janúar 2022

 Greiðslur ellilífeyrisþega hækkuðu um 4,6% frá 1. janúar 2022 og örorkulífeyrisþega um 5,6%. Um áramót komu til framkvæmda laga- og reglugerðabreytingar sem hægt er að skoða nánar hérEllilífeyrir:

  • Ellilífeyrir er að hámarki 278.271 kr. á mánuði.
  • Heimilisuppbót er að hámarki 70.317 kr. á mánuði.
  • Almennt frítekjumark skattskyldra tekna er 25.000 kr. á mánuði.

Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir:

  • Örorkulífeyrir er að hámarki 52.631 kr. á mánuði.
  • Tekjutrygging er að hámarki 168.542 kr. á mánuði.
  • Aldurstengd örorkuuppbót er að hámarki 52.631 kr. á mánuði (100%).
  • Heimilisuppbót er að hámarki 56.969 kr. á mánuði.
  • Lágmarks framfærslutrygging (vegna sérstakrar uppbótar til framfærslu) er:
      • 351.920 kr. á mánuði hjá þeim sem fá greidda heimilisuppbót.
      • 279.886 kr. hjá öðrum.

Almennt:

  • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjuáætlun sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á.
  • Hægt er að skoða og breyta tekjuáætlun á Mínum síðum á tr.is.
  • Endurreikningur vegna greiðslna ársins 2021 fer fram árið 2022 þegar staðfest skattframtal liggur fyrir.
Previous
Previous

Hvatning til eldra fólks á Akureyri

Next
Next

Útreikningur á greiðslum og skerðingum ellilífeyris 2022