Frétt af fundi stjórnar LEB með Þorsteini Víglundssyni 31.ág.

Þorsteinn Víglundsson Velferðarráðherra bauð stjórn LEB til fundar í ráðuneyti velferðarmála eftir misheppnaða tilraun á að fá hann á fund hjá LEB.Stjórn LEB bar upp þau mál sem brýnast er að vinna að samanber álykanir aðalfundar LEB.Fyrst voru rædd frítekjumörk atvinnutekna og borin þau skilaboð að þar væri verk að vinna við að koma því máli í viðunandi horf sem allra fyrst.Þá var rætt um skerðingar um 45% gagnvart lífeyrissjóðstekjum og því haðlega mótmælt og minnt á að sú prósenta hefði verið 38.30% í fyrri lögum og þótt of há.Rætt um framkvæmdasjóð aldraðra og hversu illa hann er staddur til að geta annast lögbundin verkefni. Við viljum að tekjur hans séu nýttar rétt.Rætt um skort á hjúkrunarheimilum og tengdum málefnum.Þorsteinn svaraði með upplýsingum um m.a. að mun meira fjármagn hefði farið í endurbætur á almannatryggingum en séð var fyrir og birti myndir því til stuðnings hann fór ýtarlega yfir málin og lagði til að sett yrði í gang samráðsnefnd með ráðuneytisfólki og LEB og FEB til að fara betur yfir málin sem var samþykkt.

Previous
Previous

298 – stjórnarfundur LEB 21. september 2017

Next
Next

297 – stjórnarfundur LEB 24. ágúst 2017