Fréttabréf formanns LEB, júní 2023
Landsfundur LEB sem haldinn var 9. maí 2023 í Borgarnesi tókst með miklum ágætum og er ástæða til að þakka Félagi eldri borgara í Borgarnesi og formanni þess, Guðrúnu Kristjánsdóttur, sérstaklega fyrir gestrisnina og hjálpina. Einnig Stefáni umsjónarmanni Hjálmakletts og starfsfólki hans fyrir mikla aðstoð og lipurð í einu og öllu. Þá voru höfðinglegar móttökur af hálfu Sveitarstjórnar Borgarbyggðar og sveitastjóra þess, Stefáns Brodda Guðjónssonar. Kærar þakkir fyrir okkur!Hér er slóð á upptöku af landsfundinum fyrir þá sem vilja kynna sér hann eða rifja upp það sem þar fór fram: UpptakaTvö fróðleg erindi voru haldin og því full ástæða til að deila hér glærum frá þeim.ÖldungaráðFyrra erindið sem var haldið var um öldungaráð og var flutt af Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur félagsþjónustufulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur góðfúslega gefið okkur leyfi til að dreifa til ykkar glærum úr erindi sínu. Þær má finna HÉR: Öldungaráð sveitarfélagaGott að eldastÓlafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og formaður verkefnastjórnar Gott að eldast flutti fróðlegt erindi um verkefnið og hefur einnig veitt okkur góðfúslegt leyfi til að dreifa til ykkar glærum úr erindi sínu. Þær má finna HÉR: Gott að eldastEldra fólk virði en ekki byrðiÍ tengslum við verkefnið Gott að eldast var KMPG fengið til að gera úttekt á stöðu eldra fólks í samfélaginu og við þá vinnu var komist að þeirri niðurstöðu að eldra fólk væri ekki byrði á samfélaginu eins og margir hafa talað um, heldur mikils virði. Það er að segja út frá fjárhagslegri þátttöku eldra fólks við rekstur samfélagsins. Þá hljóta ýmsar spurningar að vakna. Segir þetta ekki að eftirlaunafólk, sem á að baki 40 – 50 ár á vinnumarkaði og hefur á þeim tíma byggt upp það samfélag sem við öll njótum í dag, sé enn að halda uppi þessu samfélagi? Ofur skattlagt í formi skatta og sketrðinga fram í rauðan dauðann? Er þetta einmitt ekki fólkið sem á skilið „áhyggjulaust ævikvöld“ eftir að hafa lagt sitt af mörkum við að koma á þessu samfélagi sem er í raun eitt það ríkasta í heimi – ef réttlátt væri skipt?MælaborðÁ stjórnarfund LEB mættu tveir fulltrúar KPMG og kynntu stjórninni mælaborð sem þau hafa unnið vegna Gott að eldast. Mælaborðið er ótrúlega vel unnið og geymir ýmsar upplýsingar sem hægt er að leita uppi eftir þeim breytum sem hver og einn vill kanna. Allar tölur sveitarfélaga miðast við árið 2021 en mælaborðið er uppfært nú þegar ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2022 birtast, sem þeir eru að gera þessa dagana.„Greining KPMG er sett fram í gagnvirku mælaborði sem skapar nýtt sjónarhorn til heilbrigðrar öldrunar og nýja sýn á opinber fjárhagsgögn ríkis og sveitarfélaga. Gögn eru samkeyrð við lýðfræðileg gögn og horft er til fortíðar og reynt að varpa ljósi á framtíðina út frá forsendum sem taldar eru skynsamlegar. Með greiningunni og upplýsingum í mælaborði er þess vænst að viðhorf til öldrun þjóðar breytist og að litið sé á eldra fólk sem virði en ekki byrði,“ segir m.a. á heimasíðu KPMG.Hér er hægt að nálgast rannsóknina og mælaborðið á heimasíðu KPMG: HÉRHeilsuefling 60+ Bjartur lífsstíllÁsgerður Guðmundsdóttir er verkefnastjóri okkar í þessu magnaða verkefni sem hefur verið dyggilega stutt af heilbrigðisráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Ásamt Ásgerði hefur Margrét Regína verið verkefnastjóri þess af hálfu ÍSÍ. Á dögunum stóðu þær fyrir afar vandaðri ráðstefnu þar sem haldnir voru m.a. örfyrirlestrar frá fólki víðsvegar að á landinu sem hefur haft á hendi heilsueflingu fyrir eldra fólk.Nú hefur verið opnað fyrir niðurstöður úr ráðstefnunni sem var haldin 16.maí inn á heimasíðu Heilsueflingar 60+.Þar er hægt að nálgast upptöku af ráðstefnunni ásamt fyrirlestrum í pdf. formi, myndbönd frá þjálfurum, niðurstöður úr vinnustofum, nafnlausar fyrirspurnir og/eða ábendingar sem bárust til okkur verkefnastjórum á ráðstefnunni sem og myndir af ráðstefnunni. Sjá hér: Ráðstefnan 2023 | Bjartur lífsstíll (bjartlif.is)Facebooksíða LEBVið hvetjum alla eindregið til að vingast við eða gerast fylgjendur Facebooksíðu LEB. Þar birtast reglulega ýmsar hagnýtar upplýsingar.Facebooksíða LEB:HÉR Með kveðju,Helgi Pétuursson formaður LEB