Fundarboð á Landsfund 2017

Fundarboð á Landsfund 2017Stjórn Landssambands eldri borgara boðar hér með til landsfundar Landssambands eldriborgara 23. - 24. maí 2017 í Hraunseli, félagsmiðstöð Félags eldri borgara í Hafnarfirði,að Flatahrauni 3 þar í bæ. Fundurinn hefst kl. 13:30 þriðjudaginn 23. maí en afhendingfundargagna hefst kl. 13:00. Fundarlok eru áætluð kl. 12:00 miðvikudaginn 24. maí.Hvert aðildarfélag á rétt á 2 fulltrúum til setu á landsfundi, en félög með yfir 500 félagsmenneiga rétt á einum viðbótarfulltrúa fyrir hverja 500 félaga, umfram 500 eða brot úr þeirri tölusbr. 5. gr. laga Landssambands eldri borgara, „Fulltrúar á landsfund LEB.“ Vakin er athygli áeftirgreindum ákvæðum laga Landssambands eldri borgara varðandi landsfundinn:Grein 15.2: „Tillögur til lagabreytinga skulu sannanlega hafa borist stjórn LEB með 2jamánaða fyrirvara fyrir landsfund og er þá stjórn skylt að kynna þær aðildarfélögum ífundarboði og leggja þær fram á landsfundi.“ Skilafrestur tillagna um lagabreytinga er til ogmeð 22. mars.Grein 4.5: „Tillögur ásamt greinargerð, sem aðildarfélög eða fulltrúar hyggjast leggja fyrirlandsfund, skulu sendar stjórn LEB a.m.k. mánuði fyrir fundinn.“ Skilafrestur tillagna ásamtgreinargerð er til og með 22. apríl 2017.Grein 5.2: „Félagsstjórn aðildarfélags gefur út kjörbréf til landsfundarfulltrúa og skal sendaþau til stjórnar LEB a.m.k. 2 vikum fyrir landsfund, þ.e. til og með 8. maí undirrituð afformanni og ritara aðildarfélags.“ Eins og á fyrri landsfundum verður kjörbréfanefnd þóheimilt að taka gild, réttilega undirrituð kjörbréf sem berast allt fram að setningu landsfundar.Samkvæmt grein 4.4. skulu tillögur sem stjórn hyggst leggja fyrir landsfund fylgjafundarboði. Þær tillögur eru ekki tilbúnar en verða sendar út mánuði fyrir landsfund á samatíma og tillögur frá aðildarfélögum.Hjálagt er eyðublað fyrir kjörbréf en dagskrá landsfundarins má finna á bakhlið þessa bréfs.Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur og ef spurningar vakna másenda þær á netfangið leb@leb.is.Með vinsemd og virðingu,Haukur Ingibergsson, formaður LEB

Previous
Previous

Skýrsla stjórnar og reikningar

Next
Next

Listin að lifa