FUNDUR FÓLKSINS: Lýðræðishátíð haldin 15. & 16. september í Norræna húsinu

Fjölmargir þátttakendur hafa boðað komu sína á hátíðina í ár og munum við sjá fjölbreytt umræðuefni, viðburði og samtöl auk skemmtidagskrár á meðan á hátíðinni stendur.

Stjórnmál, menning, listir, grasrótin, virkni, umræður, reynslusögur ásamt lýðræðislegum og samfélagslegum gildum verða til umræðu. Fundur fólksins eflir lýðræðisvitund allra sem láta sig samfélagið varða, hátíðin er fjölskylduvæn, fjölbreytileg, uppbyggileg og fróðleg. Taktu daginn frá – vertu með og segðu þína skoðun!

Aðgangur ókeypis
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er þinn vettvangur!SJÁ ALLA DAGSKRÁ
 
Það er Almannaheill – samtök þriðja geirans sem er framkvæmdaaðili hátíðarinnar með styrk frá Reykjavíkurborg ásamt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Samstarfsaðilar eru Norræna húsið og Norræna félagið.
Previous
Previous

„Þetta þarf ekki að vera flókið" Námskeið TR í töku ellilífeyris

Next
Next

Fréttabréf Vöruhúss tækifæranna september 2023