Fundur um ójöfnuð á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Föstudaginn 5. janúar kl. 9.00 verður haldinn opinn fundur um ójöfnuð á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem farið verður yfir niðurstöður tímamótarannsóknar um félagslegt landslag sem unnin var í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Á fundinum verða tækifæri og áskoranir á Stór-Reykjavíkursvæðinu rædd með áherslu á tekjur og eignir. Einnig verður horft til mikilvægra lýðfræðilegra breytinga sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og áratugum og geta haft áhrif á ójöfnuð, þ.e. öldrun samfélagsins, fjölgun innflytjenda, breytingu á fjölskylduformum og hækkandi menntunarstig.

Fundurinn fer fram í Tjarnarsal Ráðhússins. Húsið opnar 8:30 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Fundurinn hefst kl. 09.00 og mun standa til kl. 11.00.

Viðburðinum verður streymt.

 

Dagskrá

  • 9:00–9:15  Ávarp borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson
  • 9:15–9:45  Félagslegt landslag í Reykjavík - niðurstöður rannsóknar, Kolbeinn H. Stefánsson, dósent á Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
  • 9:45–9:55  Lagskipting og búseta, Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor á Félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri
  • 9:55–10:05 Ójöfnuður í heilsu í Reykjavík, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
  • 10:05–​​​​​​​10:15  Líðan Íslendinga eftir aldri, kyni og fjárhagsstöðu, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis
  • 10:15  Pallborð og samantekt

- Dagur B.Eggertsson - borgarstjóri

- Kolbeinn H. Stefánsson -  dósent á Félagsvísindasviði HÍ

-Sigþrúður Erla Arnardóttir - framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar Reykjavíkur

-Óskar Dýrmundur Ólafsson - framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkur

-Gunnar Axel Axelsson - bæjarstjóri Vogum

-Fjóla Steindóra Kristinsdóttir - bæjarstjóri Árborg

Ójöfnuður á Stór-Reykjavíkursvæðinu - hver er staðan? | Reykjavik 

Öll velkomin!

Previous
Previous

Við áramót. Fyrrverandi félagar í samfloti?

Next
Next

Gleðilega hátíð!