Hækkun ellilífeyris um 3% 1. júní nk.
Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka greiðslur almannatrygginga um 3% frá 1. júní til að mæta verðhækkunum, að eigin sögn.
Mikilvægt er þó að halda því til að haga að 3% hækkun á greiðslum til þeirra sem styðjast við almannatryggingakerfið – örorka, ellilífeyrir – er ekki sértæk aðgerð, eða á a.m.k. ekki að vera það. Kerfin eru hönnuð með það í huga að varðveita kaupmátt þessara greiðslna. Samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2021 er kveðið á um að bæturnar taki mið af launaþróun en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag.
Ellilífeyrir hækkaði um 4,1% um síðustu áramót og verðbólgan nú er 7,2%, svo hækkunin núna rétt nær að slefa upp í verðbólguna.
Ellilífeyrir hækkar þá 1. júní úr 278.271 kr. í 286.662 kr., það gerir hækkun um 8.348 kr.
Heimilisuppbót hækkar úr 70.317 kr. í 72.427 kr., það gerir hækkun um 2.110 kr.
Þá er eftir að reikna tekjuskatt til frádráttar og einnig skerðingar vegna ýmissa tekna, svo sem úr lífeyrissjóði, mismunandi eftir hverjum og einum. Flestir í sambúð munu fá um 3.000 kr. hækkun á ráðstöfunartekjum um næstu mánaðarmót!