Ávarpi Helga var tekið með lófataki og hann nefndi einnig hversu góðu búi hann tæki við hjá Landssambandinu af Þórunni Sveinbjörnsdóttur. Valgerður Sigurðardóttir gjaldkeri LEB afhenti Þórunni að því búnu gjöf með þakklæti fyrir ötult starf í þágu eldri borgara og fundarmenn tóku undir það með klappi.Þessi grein birtist fyrst á vefnum Lifðu núnaStjórn LEB skipa nú næsta árið, ásamt Hélga Péturssyni formanni, þau Valgerður Sigurðardóttir, Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Drífa Jóna Sigfúsdóttir og Þorbjörn Guðmundsson. Varastórn: Ásgerður Pálsdóttir, Ingólfur H. Hrólfsson og Ragnar Jónasson.Ný stjórn mun skipta með sér verkum á sínum fyrsta fundi.
Helgi Pé orðinn formaður Landssambands eldri borgara
Helgi Pétursson var kjörinn formaður Landssambands eldri borgara á landsfundi sambandsins í dag. Hann var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann flutti ávarp eftir kjörið þar sem hann fór yfir stöðuna í málefnum eldri borgara og minnti á að eldra fólk vildi hafa áhrif á eigið líf. Þess vegna hefði LEB lagt fram fimm áhersluatriði fyrir komandi alþingiskosningar. Þau hefðu verið kynnt stjórnmálaflokkunum, forystumönnum launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda, auk sveitarstjórnarmanna.„Allt sem við höfum sagt er eins og talað út úr hjarta þessa fólks“ sagði Helgi og benti á að eldra fólk hefði verið hvatt til þáttöku í stjórnmálum og á fundinum væru nokkur dæmi um að sú hvatning hefði skilað sér. Hann gagnrýndi kerfið sem eldra fólki er ætlað að búa við og skerðingarnar sem væru séríslenskt fyrirbæri. Hvergi væri krukkað í tekjur fólks eins og hér. „Hvers vegna er ekki hægt að nota skattkerfið eins og gert er annars staðar?“ spurði hann. Helgi sagðist vilja efla Landssambandið enn frekar á næstu árum og efla upplýsingaflæði til muna. Hann boðaði aðgerðir á næstunni, þar sem minnt yrði á stöðu eldra fólks.