Helgi Pétursson í sjónvarpsþættinum Mannamáli á Hrinbraut

 Formaður LEB, Helgi Pétursson var gestur Sigmundar Ernis Rúnarssonar í sjónvarpsþættinum Mannamáli á Hringbraut fimmtudaginn 14. október sl.Smelltu HÉR til  að horfa á þáttinn   Það er búinn að ganga allur fjandinn á,“ segir Helgi Péturs­son, betur þekktur sem Helgi Pé. Helgi hefur marga fjöruna sopið og segir frá mögnuðu lífs­hlaupi sínu í við­tali við Sig­mund Erni Rúnars­son í þættinum Manna­mál á Hring­braut. Þátturinn verður sýndur kl. 19:00 í kvöld, fimmtudag, og endursýndur kl. 21:00.Helgi er í dag for­maður Lands­sam­bands eldri borgara en þó er hann öllu þekktari sem tón­listar­maður og einn liðs­manna hljóm­sveitarinnar Ríó tríó. Ólafur Þórðar­son var einn fé­laga Helga í Ríó tríó og æsku­vinur. Ólafur lést árið 2011 eftir hrylli­lega árás af hendi sonar síns.

Missti stóran hluta af lífi sínu

Helgi segir að frá­fall Ólafs hafi haft djúp­stæð á­hrif á líf sitt á marga vegu. Tón­listin, sem eitt sinn hafi verið hans ær og kýr, hafi horfið úr lífi hans.„Músíkin fór. Hún hefur verið mjög stór partur af mér. Ég get ekki meir á því sviði og vil ekki blanda því ein­hvern veginn eða sjóða það upp í ein­hverju öðru því þetta var það sem við áttum sam­eigin­legt og maður getur ekki skáldað það upp eða betr­um­bætt það,“ segir Helgi.Hann yljar sér við ljúfar minningar af tón­leikum Ríó tríó. Hann og Ólafur áttu sér­stakt sam­band. „Það var þetta augna­blik þegar maður var að byrja telja í þá rétt teygði ég mig fram fyrir bassann og sá í augun á honum þarna hinu megin á sviðinu. Við kölluðumst alltaf á. Og þetta endur­tekur þú ekki með neinum. Það er bara svo­leiðis.“

Voru búnir að skipu­leggja tón­leika­ferð

Helgi segir að á­fallið renni honum seint úr minnum. „Maður á alltaf von á bíl­slysum eða veikindum eða ein­hverjum slíkum hlutum. En svona kjafts­högg er eitt­hvað sem glymur í hausnum á manni sem eftir er. Þetta var fyrir mig og fyrir okkur öll alveg gríðar­legt á­fall og harmur. Við vorum náttúru­lega búnir að þekkjast síðan við vorum 9 ára og áttum þetta sam­eigin­lega „móment“ á milli okkar og vorum á fleygi­ferð að spila. Vorum búnir að plana tón­leika­ferð. Maður trúði þessu ekki til að byrja með en síðan náttúru­lega tók við eftir þessi lega hans á Grens­ás,“ segir Helgi.Í kjöl­far hinnar hrylli­legu á­rásar lá Ólafur inni á Grens­ás, endur­hæfingar­deild Land­spítala, í rúmt ár þangað til hann lést. Helgi segist hafa heim­sótt hann á nær degi hverjum.„Mér fannst ég… ég gat ekki gert neitt annað en að koma til hans á hverjum degi, svo til, og gerði það. Til að byrja með hélt ég lengi vel að eitt­hvað myndi gerast og okkur var upp­á­lagt að gera að tala ekki um hann heldur við hann þar sem hann lá. Ég fór með hann út í hjóla­stól í labbi­túra og fannst hann stundum vera fylgjast með mér,“ segir Helgi.„Auð­vitað héldum við í vonina alveg hreint. Svo auð­vitað smá rann upp fyrir manni að þessu myndi bara ljúka á einn veg,“ hélt hann á­fram.

„Síðan kemur Óli“

Varðandi upp­haf tón­listar­ferils síns segir Helgi að hann hafi sönglað og sungið frá því hann man eftir sér. Eftir að Ólafur kom í líf hans, í kringum níu ára aldur, hafi hins vegar allt breyst. „Síðan kemur Óli. Það var hús uppi á „túndru“ í gömlu húsi og þangað flutti Óli. Og þessi ljós­hærði strákur, hann átti gítar. Það var stór­merki­legt. Við erum níu eða tíu ára gamlir þarna og byrjum strax að rótast saman og syngja,“ segir Helgi.

Previous
Previous

Leiðbeiningabæklingurinn ,,Við andlát maka“

Next
Next

Fræðslumyndband fyrir þá sem eru að hefja töku ellilífeyris