Jólakveðja frá stjórn LEB og jólahvatning formanns

 

Stjórn LEB – Landssambands eldri borgara

sendir landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur

með ósk um árangursríkt nýtt baráttuár fyrir eldri borgara þessa lands!

   

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara skrifar jólahvatningu: 

Eldra fólk og jólahald

 Nú stytt­ist í jól­in og sí­fellt erum við minnt á að við eldra fólkið á Íslandi séum viðkvæm­ur hóp­ur. Við erum sann­ar­lega mis­jafn­lega stödd með heilsu okk­ar. En eitt er víst; við erum lang­flest al­veg ákveðin í að láta þessi jól líða hjá hægt og hljótt. Við mein­um að það er mun mik­il­væg­ara að geta kom­ist í bólu­setn­ingu í janú­ar en stór jóla­boð.Að losna und­an álög­um veirunn­ar sem haml­ar því að fólk geti hist og fólk geti borðað í mat­sal með öðrum eins og víða er gert, að fólk geti verslað inn í mat­inn án grímu, að fólk geti knúsað bestu vini sína og fjöl­skyldu, að fólk geti fengið þjón­ustu, að fólk geti verið virkt í dag­legu lífi.Er þetta ekki verðmiðinn á að slaka á og finna innri frið án stórra jóla eða ára­móta­boða? Við vilj­um fá lífið til baka sem fyrst. Eldra fólk hef­ur verið afar dug­legt í þessu for­dæma­lausa ástandi og mun gera það til enda. Því þurfa fjöl­miðlar að hætta að nagg­ast út í þríeykið um búbblurn­ar. Við skilj­um þær al­veg og mun­um verða þau síðustu til að krefjast stórra jóla­boða. Löng lífs­reynsla skap­ar þekk­ingu og færni til að tak­ast á við lífið.Minn­um frek­ar á hvernig er hægt að styðja við þá sem búa ein­ir og eru einmana. Sím­inn er gott tæki til að hringja í gamla vini og gá hvernig þeir hafa það eða frænk­una sem býr ein. Hún þigg­ur sím­tal. Mun­um líka eft­ir hjálp­arsím­an­um. Mun­um líka að í þess­um hópi eru marg­ir sem eru aura­litl­ir og þurfa hjálp. Það fær­ir öðrum innri gleði að hjálpa öðrum. Er það ekki hinn sanni jóla­andi?Gef­um sann­ar gjaf­ir til að styðja við þá sem minna mega sín. Áður en var­ir er kom­inn janú­ar og dag­inn leng­ir og bólu­efnið kem­ur. Nú er bjart­ari tíð fram und­an þegar fólk get­ur farið að hitta annað fólk og vera með. Takk fyr­ir allt tón­listarflóðið og skemmt­an­ir sem hafa verið færð heim í stofu eða að heim­il­um eldra fólks. Það hef­ur glatt æði marga. Að lok­um. Jól­in koma en ver­um hófstillt og bjóðum ekki veirunni í jóla­boð. Það myndi kæta hana mjög að smita okk­ur ef við erum gá­laus. Þetta er ekki al­veg búið. Stönd­um sam­an til enda. 

  • Greinin birtist fyrst á vefnum mbl.is
Previous
Previous

Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu

Next
Next

Kennslubæklingar fyrir spjaldtölvur og taupokar LEB