Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?

 

Þorbjörn Guðmundsson formaður kjaranefndar LEB skrifar:

 

„Stjórn­völd eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læt­inu“

Þetta sagði for­maður VG Katrín Jak­obs­dóttir skömmu áður en hún varð for­sæt­is­ráð­herra. Þarna er for­mað­ur­inn að vísa í orð Mart­ins Luther Kings um að bíða með rétt­lætið jafn­gilti því að neita fólki um rétt­læt­ið. Martin Luther King sagð­ist einnig eiga sér þann draum um að sam­fé­lagið tæki mið af þeirri stað­reynd að allir men væru skap­aðir jafn­ir.

Draumur Mart­ins Luther Kings hlýtur að vera leið­ar­ljós allra sem kenna sig við jafn­að­ar­mennsku.

Nú er að hefj­ast annað kjör­tíma­bil undir stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG. Mörg okkar höfðu miklar vænt­ingar til þess að rík­is­stjórn undir hennar for­ystu tæki til hend­inni og inn­leiddi aukið rétt­læti í stað þess að við­halda órétt­læti.

Allar kann­anir á efna­hags­legri stöðu ein­stakra hópa sýna að eldra fólk og öryrkjar eru þeir hópar sem eru lík­leg­astir til að búa við ­fá­tækt. Af því má leiða að það eru þeir hópar sem lengst hafa beðið eftir rétt­læt­inu.

Sé horft til síð­asta kjör­tíma­bils gerð­ist fátt sem breytti efna­legri stöðu eldra fólks. Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar eru nefnd nokkur atriði sem rík­is­stjórnin ætlar vinna að í mál­efnum eldra fólks. ­Stjórn­ar­sátt­máli er sam­an­safn mark­miða en fjár­lög hvers árs kveða á um hvað eigi að vinna að á yfir­stand­andi ári.

Það voru því mikil von­brigði að í fjár­lögum fyrir árið 2022 er ekk­ert kveðið á um að draga eigi úr því mikla órétt­læti sem felst m.a. í miklum skerð­ingum í almanna­trygg­ingum og óheyri­legum jað­ar­skött­um. Það sem unnið skal að, sbr. Fjár­lög­in, er að auka atvinnu­þátt­töku eldra fólks og auka sér­eign­ar­sparn­að. Ágæt mark­mið, en þau bæta ekki fjár­hags­lega stöðu þeirra sem eru hættir atvinnu­þátt­töku og komnir eru á eft­ir­laun.

Nú liggur fyr­ir­ Al­þingi þings­á­lyktun um fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar til árs­ins 2026. Í fjár­mála­stefn­unni er hvergi vikið að því að til standi að leið­rétta órétt­lætið gagn­vart eldra fólki. Það er hins vegar nefnt að eldra fólk verði aukin byrði á sam­fé­lag­inu á kom­andi árum vegna hækk­andi hlut­falls þeirra sem ná að verða eldri en 67 ára. Sú nei­kvæða sýn sem birt­ist í fjár­mála­stefn­unni er mikið áhyggju­efni og nálg­ast for­dóma gagn­vart eldra fólki.

Það er horft fram­hjá því að eldra fólk greiðir skatta af öllu sínum tekjum og nýj­ustu rann­sóknir sýna að það stendur undir þeim kostn­aði sem sam­fé­lagið verður fyrir vegna þjón­ustu við eldra fólk. Þess vegna getum við sagt með stolti að eldra fólk er sjálf­bært .

For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins tal­aði mikið um í aðdrag­anda kosn­ing­anna að flokk­ur­inn vildi fjár­festa í fólki. Ef horft er til fjár­laga fyrir árið 2022 og fjár­mála­stefn­una til árs­ins 2026 bendir allt til að Sig­urður Ingi hafi ekki átt við að það væri áhuga­vert að fjár­festa í eldra fólki. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur, því það er góð fjár­fest­ing að bæta lífs­kjör eldra fólks og skapa því skil­yrði til að geta búið sem lengst heima hjá sér. Að fresta því t.d. í hálft ár eða kannski í enn lengri tíma að eldra fólk þurfi á mik­illi sam­fé­lags­legri aðstoð gefur vel í aðra hönd, það bætir lífs­gæði og sparar bein útgjöld sveit­ar­fé­laga og rík­is.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins talar um land tæki­fær­anna. Martin Luther King dreymdi jöfn tæki­færi fyrir alla. Fjár­lögin og fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar benda til að Bjarni hafi ekki verið að meina að land tæki­fær­anna væri fyrir alla.

Ef við horfum til fjár­laga fyrir árið 2022 og fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar bendir allt til að eldra fólk verði enn að bíða eftir rétt­læt­in­u.

Spurn­ingin er: Kemur rétt­læt­ið á næsta ári eða kannski á þar næsta?

Ég vil trúa því að Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG hafi meint það árið 2017, rétt áður en hún varð for­sæt­is­ráð­herra, að fátækt fólk getur ekki beðið eftir rétt­læt­inu.

HÉR má lesa frétt og sjá myndband af ræðu Katrínar í september 2017

Previous
Previous

Leiguíbúðir fyrir félagsmenn FEB

Next
Next

Hvatning til eldra fólks á Akureyri