Landsfundur Landssambands eldri borgara 2015

Landsfundur Landssambands eldri borgara var haldinn 5.-6. maí 2015 í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi. 55 félög eldri borgara um land allt, með 21.500 félagsmenn, mynda landssambandið. Landsfundurinn fer með æðsta vald í málefnum sambandsins og kemur saman annað hvert ár, að vori til.Fundargerð Landsfundarins má lesa hér.Landsfundurinn kaus stjórn landssambandsins til næstu tveggja ára og hana skipa Haukur Ingibergsson Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni formaður, Sigríður J Guðmundsdóttir Félagi eldri borgara á Selfossi varaformaður, Ástbjörn Egilsson Félagi eldri borgara í Garðabæ gjaldkeri, Elísabet Valgeirsdóttir Félagi eldri borgara í Hafnarfirði ritari, Guðrún María Harðardóttir Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni meðstjórnandi, Sigurður Jónsson Félagi eldri borgara á Suðurnesjum 1. varamaður, Anna Sigrún Mikaelsdóttir Félagi eldri borgara á Húsavík 2. varamaður og Baldur Þór Baldvinsson Félagi eldri borgara í Kópavogi 3. varamaður.Landsfundurinn þakkaði fráfarandi formanni, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur og stjórnarmönnunum Eyjólfi Eysteinssyni, Önnu Lúthersdóttur og Ragnheiði Stephensen fyrir öfluga forystu í fjögur ár sem samkvæmt lögum landssambandsins er hámarkstími í samfelldu starfi í stjórn. Fundurinn samþykkti þrjár megin ályktanir um hagsmunamál eldri borgara; um kjaramál, um heilbrigðismál og um félags- og velferðarmál.

Previous
Previous

Fundargerð 283. fundar stjórnar LEB

Next
Next

Fundargerð 282. fundar stjórnar LEB