LEB er ekki í framboði og styður engan stjórnmálaflokk

 

Yfirlýsing Helga Péturssonar formanns LEB í tilefni af framboði hans til borgarstjórnar 14. maí nk.:

 

LEB er ekki í framboði og styður engan stjórnmálaflokk.

 Það hefur oft komið til tals að eldra fólk ætti að stofna stjórnmálaflokk og bjóða fram til Alþingis og sveitarstjórna.  Mönnum hefur litist misvel á hugmyndina, sem hefur verið reynd erlendis með lítlum árangri, enda stjórnmálaskoðanir eldra fólks jafnmargar og þau eru mörg.  Miklu frekar hafa félagar í  félögum eldra fólks verið hvattir til þess að taka þátt í stjórnmálum í gegnum þá flokka sem þeir styðja og ná þannig að halda fram sjónarmiðum eldra fólks.  Það hef ég  gert sem formaður LEB m.a. á reglulegum formannafundum okkar með formönnum 55 aðildarfélaga um land allt.Í samþykktum Landssambands eldri borgara segir :  „LEB er sjálfstætt starfandi landssamband félaga eldri borgara og hlutlaust gagnvart trúmálum og stjórnmálaflokkum.“   Það kom því vel á vondan þegar mér var boðið að taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík við sveitarstjórnarkosningarnar í vor.  Eftir að hafa borið stöðuna undir stjórn LEB, ákvað ég að slá til, enda töldu stjórnarmenn að þar gæfist gott tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnu og aðgerðir höfuðborgarinnar í málefnum eldra fólks.Hvað sjálfan mig varðar á ekki að koma á óvart að ég er gamaldags krati og fyrrum borgarfulltrúi R listans og hef átt gott og náið samstarf við félaga mína í stjórn LEB sem koma héðan og þaðan úr hinu politíska landslagi með þá sameiginlegu sýn að „stuðla að áhrifum eldri borgara í samfélaginu og þeir séu hafðir með í ráðum við ákvarðanir um eigin kjör“, eins og segir í samþykktum LEB.Mér fylgja hins vegar engar stuðningsyfirlýsingar af hálfu LEB, enda landssambandið ekki í framboði. Landssambandið hefur heldur engar skoðanir á trúrækni minni í kristinni kirkju, sem ég einn veit að mætti vera miklu meiri.Helgi Pétursson, formaður LEB     

Previous
Previous

Mál Gráa hersins beint til Hæstaréttar

Next
Next

Lyfjakostnaður eldri borgara í fyrsta þrepi kerfisins lækkar um rúm 20%