LEB hefur flutt aðsetur sitt að Ármúla 6, 108 Reykjavík

 LEB hefur alla tíð verið leigutaki og hefur átt aðsetur sitt á ýmsum stöðum frá því það var stofnað 1989. LEB hefur t.d. verið að Suðurlandsbraut 20, Borgartúni 20, Langholtsvegi 111, Sigtúni 42 og nú frá 1. janúar 2021: Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík.Á síðustu árum, eða frá 2012, höfum við notið góðra samvista við UMFÍ í húsnæði þeirra að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Þar vorum við ásamt fleiri leigutökum en skrifstofuherbergið okkar var orðið of lítið fyrir starfsemi okkar og var hreinlega að springa utan af okkur! Þar sem ekki var kostur á stækkun urðum við að leita að nýrri aðstöðu.Eftir nokkra leit með tilheyrandi þarfagreiningu varð ofan á að taka á leigu rúmgott skrifstofuherbergi í skrifstofusetri í eigu Regins fasteignarfélags að Ármúla 6, 1. hæð, 108 Reykjavík. Þar höfum við jafnframt aðgang að fundarherbergjum sem eru nauðsynleg í starfsemi LEB fyrir stjórnar- og nefndarfundi.Skrifstofan er opin eins og áður þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9.00 - 12.00. HÉR eru frekari upplýsingar.Velkomin að koma við. 

Previous
Previous

Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst

Next
Next

Hið undarlega ár 2020. Formaður LEB með hugleiðingu