Litabók fyrir fólk á öllum aldri: Litað í kringum landið

Það er komið mikið af góðu úrvali af fullorðins litabókum og þessi er aldeilis góð viðbót og ætti að hitta beint í mark hjá eldra fólki á Íslandi!Minjastofnun hefur gefið út litabók, Litað í kringum landið, sem unnin var af Örnu Ingu Arnórsdóttur í sumar.Arna starfaði hjá Minjastofnun sem sumarstarfsmaður í tengslum við sumarvinnuátak Vinnumálastofnunar fyrir námsmenn.Í litabókinni er að finna myndir af hátt í þriðja tug menningarminja; fornleifa, húsa og mannvirkja, um land allt og af öllum stærðum og gerðum sem hægt er að lita og njóta!Með litabókinni vill Arna minna á mikilvægi þess að varðveita minjar og gamlar byggingar. Bókina er til dæmis hægt að taka með í ferðalag um landið þar sem hægt er að stoppa á áfangastöðum sem merktir eru í bókinni, skoða fallegar menningarminjar og lita myndirnar.Með því að smella á tengilinn er hægt að nálgast hana í pdf formi og prenta út!Litabókina, Litað í kringum landið, eftir Örnu Ingu Arnórsdóttur má nálgast hér á PDF formi .Litabok-flatey 

Previous
Previous

Breytingar á lögum um hálfan ellilífeyrir

Next
Next

Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum