Sóltún öldrunarþjónusta ehf mun reka biðrýmin til viðbótar við 60 hjúkrunarrými á Sólvangi sem voru opnuð í september í nýju húsnæði. Biðrýmineru ætluð öldruðum sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými á nýju 99 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu sem er í byggingu á Sléttuvegi og verður tekið í notkun næsta vor. Þá munu allir íbúar biðrýmisins flytja yfir á Sléttuveg.Sigrún Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á Sólvangi hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri biðrýmanna. Nú stendur yfir forhönnnun á endurbótum á gamla Sólvangi sem var byggður 1953 en eigandi húsnæðisins, Hafnarfjarðarbær, mun hefjast handa við stórfelldar endurbætur og breyta tvíbýlum í 33 einbýli þegar þessu tímabundna verkefni lýkur. Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur einnig Sóltún Heima sem veitir heimahjúkrun, heimaþjónustu og heilsueflingu fyrir aldraða í sjálfstæðri búsetu.
Previous
Previous
Fjármál við starfslok og lífsseigar mýtur leiðréttar
Next
Next