Ný lög vegna sölu íbúðarhúsnæðis / frístundahúsnæðis
Lög vegna sölu sumarbústaða og annars íbúðarhúsnæðis breyttust nú í upp hafi árs:Söluhagnaður af íbúðarhúsnæði og frístundarhúsnæði Hagnaður manns af sölu íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis telst almennt að fullu til skattskyldra tekna á söluári. Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst þó ekki til skattskyldra tekna hafi maður átt hið selda í tvö ár eða lengur og aðeins að því marki sem heildarrúmmál íbúðarhúsnæðis seljanda fer ekki fram úr 600 m3 á söludegi ef um einstakling er að ræða (1200 m3 ef hjón), nema um sé að ræða íbúðarhúsnæði til eigin nota. Sama gildir um hagnað af sölu búseturéttar og sölu íbúðarhúsnæðis úr dánarbúi manns enda séu uppfyllt framangreind skilyrði um eignarhaldstíma og stærðarmörk. Við álagningu á árinu 2021 (vegna tekna 2020) tekur gildi sú breyting að hagnaður af sölu frístundarshúsnæðis getur einnig fallið undir fyrrgreinda undanþágu frá skattskyldu, að teknu tilliti til framangreindra stærðarmarka, ef frístundarhúsnæði hefur verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi, enda hafi eignarhald varað að lágmarki 7 ár. Varðandi erfðafjárskattinn, þá var frítekjumark hækkað í 5.000.000 fyrir dánarbúið í heild sinni en skattprósentan óhreyfð í 10%.