Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður LEB - Landssambands eldri borgara skrifarÞegar yfir eina þjóð gengur alvarlegur heimsfaraldur eins og Corona-19 veiran er þarft að huga að áhrifunum á samfélagið og lífsmynstur okkar allra.Kreppur hafa komið og Íslendingar hafa sigrast á þeim mörgum, en þessi er dýpri og varasamari vegna þess að hún er ekki bara á Íslandi og hefur því annarskonar áhrif.Um þessar mundir velta menn upp öllum steinum og kíkja í reynslubanka vítt og breitt.Einn reynslubankinn er ekki enn nefndur til leiks af nægjanlegum krafti en hefur áður hjálpað.Það er átak til að fá fólk til að velja íslenskt. „Veljum íslenskt“og „Íslenskt já takk“ eru átaksverkefni sem fengu styrki á erfiðum tímum í íslensku samfélagi. Þau voru reyndar fleiri og öll mjög mikilvæg. Þarna gekk hópur fólks fram í að kynna vörur og framleiðslu víða um land og var t.d. ein opnunin á átakinu á Akureyri Þar mætti frú Vigdís Finnbogadóttir og opnaði kynningar margra fyrirtækja. Slíkt fór einnig fram á Selfossi og komust þessir atburðir í fjölmiðla og vöktu fólk til umhugsunar. Átakið setti inn þakkarkveðju til þjóðarinnar í febrúar 1994 og þar stendur að um 70 % þjóðarinnarhafi frekar valið íslenskar vörur samkvæmt könnun. Einnig voru búnar til auglýsingar með íslenskum keilum í aðalhlutverki.Er ekki lag núna til að efla okkur til dáða og hugsa með íslenska hjartanu þegar farið er út að versla, og velja íslenskt?Ísland er svo sannarlega matarkista. Við getum næstum séð um okkur sjálf. Sjálfbært samfélag er svo mikils virði fyrir fámenna þjóð.Íslenskt grænmeti til dæmis gulrætur, tómatar, rófur,kál, hvert öðru betra, er það besta sem völ er á. Þar þarf að standa við bakið á garðyrkjubændum með ráðum og dáð. Og við neytendur þurfum að kaupa þeirra vörur. Íslensku blómin eru svo fín og dásamleg en geta illa keppt við blóm frá löndum þar sem heilu akrarnir eins og í Hollandi eru fullir af túlípönum. Þarna þarf að laga til, okkur til hagsbóta.Íslenskur landbúnaður á í vök að verjast en ef til dæmis er skoðað hversu hrein okkar framleiðsla er af sýklalyfjum þá munu margir hugsa sig vel um. Þar erum við með þeim albestu í heiminum. Varðandi mjólkurframleiðslu og ostagerð þarf ekki að fjölyrða. Þar toppum við framleiðsluna daglega og gætum ekki lifað án okkar frábæru mjólkurafurða. Kornrækt, bygg, hafrar, hveitirækt, repjuolía og fleira.Takk fyrir allt þetta.En bíðum nú aðeins við. Ónefndur er íslenskur fiskur. Fiskinn á diskinn minn.Fólk ætti að borða fisk þrisvar í viku og svo þarf að huga að því að feitur fiskur ver æðakerfið okkar svo ótrúlega vel eins og lýsið gerir líka.Öll íslenska framleiðslan sem er svo til viðbótar; listmunir úr ull og hlý föt. Hvar værum við án ullarsokka, eða ullarteppanna og fleiri frábærra afurða?Ég get haldið lengur áfram en í raun þarf lítið meira að segja. Við stöndum að sjálfsögðu með okkar eigin framleiðsu og verndum störfin þar. Greinin birtist fyrst á vefsíðunni www.lifdununa.is
Oft var þörf, en nú er nauðsyn!