Ef þú hefur fengið nóg af hagnaði bankanna og stórfyrirtækja, ef þú hefur fengið nóg af kerfisbundnu niðurrifi grunnstoða samfélagsins, ef þú hefur fengið nóg af aðgerðarleysi stjórnvalda, ef þú hefur fengið nóg af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans, ef þú hefur fengið nóg af versnandi stöðu í heilbrigðiskerfinu, ef þú hefur fengið nóg af stöðunni á húsnæðismarkaði, ef þú hefur fengið nóg af versnandi afkomu, eða hefur áhyggjur af framtíð barnanna okkar.Eða hefur þú fengið nóg af einhverju öðru sem betur má fara í okkar samfélagi?Þetta þarf ekki að vera svona. En staðan mun versna. Hún mun versna þangað til við rísum upp og segjum, nú er nóg komið!Mótmælafundurinn RÍSUM UPP! verður haldinn á Austurvelli laugardaginn 13. maí kl. 14.00Fram koma:Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR/LÍV.Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara.Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda.Fundarstjórn: Magga Stína. 

Previous
Previous

Ályktanir Landsfundar LEB 2023 um kjara- og húsnæðismál

Next
Next

Úrslit stjórnarkjörs á Landsfundi LEB 2023