Samanburður LEB - Alþingiskosningar 2021

Landssamband eldri borgara vekur athygli á því að í fyrsta sinn er málefnum eldri borgara gerð skil í stefnumálum flestra stjórnmálaflokkanna fyrir alþingiskosningarnar 2021 og endurspeglar það aukið vægi og umræðu um kjör og aðbúnað eldra fólks í samfélaginu.Landssambandið hefur gert samanburð á áhersluatriðum eldra fólks við stefnumál stjórnmálaflokkanna og inniheldur sá samanburður mjög fróðlegar upplýsingar fyrir alla kjósendur sem eru 60 ára og eldri, en þeir eru 74.000 talsins.Landssamband eldri borgara hlakkar til að sjá sem flest flest af þessum kosningaloforðum verða að veruleika í stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar.Hægt er að skoða samanburðinn hér:Samanburður á áhersluatriðum eldra fólks og stefnumálum stjórnmálaflokkanna 2021og hér: Samanburðartafla LEB 2021

Uppfært: 22.09.21.

Previous
Previous

Gjafsókn í máli Gráa hersins!

Next
Next

Tækifæri til aðgerða er núna!