Samstarfsverkefni LEB hlýtur styrk úr Fléttunni

Þann 16. ágúst sl. fór fram afhending styrkja úr Fléttunni á vegum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarrráðuneytisins en tilgangur styrkjanna er að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu. Eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk kallast Vitundarvakning og valdefling eldra fólks um notkun svefnlyfja og afvísun þeirra.

LEB er samstarfsaðili og einn styrktaraðili verkefnisins ásamt; Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Lyfa án skaða á íslandi og lyfjafræðideildar HÍ. Verkefnisstjóri og ábyrgðarmaður er Anna Birna Almarsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla.

Markmið verkefnisins eru:

  1. Minnka til muna notkun svefnlyfja og róandi lyfja sem notuð eru vegna svefnleysis hjá eldra fólki og sem talið er að geti valdið þeim skaða.

  2. Tryggja að eldra fólk hafi vitneskju um öruggar langtíma lausnir við svefnleysi sem þeir nota svefn- eða róandi lyf við.

  3. Valdefla eldra fólk til að spyrja spurninga um svefn- og róandi lyf í heilbrigðiskerfinu.

  4. Stuðla að afvísun svefn- og róandi lyfja hjá eldra fólki og að draga úr að eldra fólk hefji notkun þessara lyfja.

Það var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem afhenti styrkina við hátíðlega athöfn.

Sjá nánar í frétt ráðuneytisins hér

Previous
Previous

Fundur LEB með fjármálaráðherra

Next
Next

Sumarlokun hjá LEB