Svandís leggur áherslu á málefni aldraðra í ár
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst leggja sérstaka áherslu á málefni aldraðra á árinu 2019 og ræddi af því tilefni á dögunum við sérfræðinga á sviði heilbrigðisþjónustu við aldraða.Þetta kom fram í Morgunblaðinu 7. febrúar 2019 og ennfremur að ráðherrann myndi á næstunni ræða um ýmsar hliðar heilbrigðisþjónustu við aldraða, meðal annars forvarnir og heilsueflingu aldraðra, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sjónarmið notenda og fleira. Hún segir að heilbrigðisstefna til 2030 sé komin til Alþingis. Þar birtist heildarsýn á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.„Á rúmu ári sem ég hef gegnt embætti heilbrigðisráðherra hef ég séð ákveðna hluta heilbrigðisþjónustunnar þar sem eru brotalamir og skipulagið ekki sem skyldi. Þetta er mjög mismunandi eftir málaflokkum en tilteknir þættir heilbrigðisþjónustunnar rata oftar en aðrir á forsíður blaðanna vegna þess að það er skortur á skipulagi, núningur á milli kerfa eða einhver slík kerfislæg vandamáll,“ hefur blaðið eftir Svandísi.Ráðherrann kveðst nú kanna hvaða verkefni sé hægt að ráðast í til að einfalda kerfið sem nú sé of flókið fyrir bæði þá er veita þjónustu og njóta hennar. Svandís nefnir líka sóknaráætlun í uppbyggingu hjúkrunarheimila og tilraunaverkefni um að nýta rekstrarfé sem annars hefði farið í hjúkrunarrými fyrir dagdvalarþjónustu. Þá sé aukin áhersla lögð á öldrunarmál hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með því að ráða öldrunarhjúkrunarfræðinga til starfa.