Tillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs á landsfundi LEB 26. maí 2021

 Uppstillingarnefnd LEB hefur lokið stöfum vegna stjórnarkjörs á landsfundi LEB 2021. Auglýst var eftir áhuga félagsmanna á því að starfa í stjórn LEB og fólk beðið að tilgreina hvaða stjórnarstarf það vildi inna af hendi. Tekið var við þessum tillögum og ábendingum til 25. apríl eins og auglýst hafði verið bæði á heimasíðu LEB og í bréfi til allra formanna aðildarfélaga LEB. Þó nokkrir höfðu samband við uppstillingarnefndina og gáfu kost á sér.Störf í stjórn sem nú á að skipa í að nýju eru:  Formaður kosinn til tveggja ára; tveir í aðalstjórn kosnir til tveggja ára; þrír í varastjórn kosnir til eins árs hver. Skoðunarmenn reikninga og varamenn, kosnir til eins árs.Eingöngu barst eitt framboð til formanns.Eftir mikla yfirlegu og samræðu þar sem uppstillingarnefnd horfði til ýmissa þátta, eins og búsetu, reynslu af ýmis konar félagssmálastörfum, tengslum við stjórn félags eldri borgara, kynferðis o.fl. hefur uppstillingarnefnd einróma komist að meðfylgjandi tillögu að skipan stjórnar LEB starfsárið 2021 – 2022: 

Tillaga uppstillingarnefndar um stjórn LEB 2021 - 2022
Aðalstjórn
Helgi Pétursson formaður Kosinn nú til 2ja ára
Valgerður Sigurðardóttir, Hafnarfjörður      Situr áfram 1 ár
Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Reykjavík      Situr áfram 1 ár
Drífa Jóna Sigfúsdóttir, Reykjanesbær      Kosinn nú til 2ja ára
Þorbjörn Guðmundsson, Reykjavík      Kosinn nú til 2ja ára
Varamenn
Ingólfur Hrólfsson, Mosfellsbær      Kosinn nú til 1 árs
Ásgerður Pálsdóttir, Blönduós Kosinn nú til 1 árs
Ragnar Jónasson, Kópavogur Kosinn nú til 1 árs

 

Skoðunarmenn reikninga
Ástbjörn Egilsson Kosinn nú til 1 árs
Árni Jósep Júlíusson Kosinn nú til 1 árs
Varaskoðunarmenn reikninga
Hildigunnur Hlíðar Kosinn nú til 1 árs
Guðrún Ágústsdóttir Kosinn nú til 1 árs

 Rétt er að vekja athygli á því að þeir sem gáfu kost á sér til stjórnarsetu í aðalstjórn og varastjórn LEB fyrir tilskilinn frest, en er ekki stillt upp af uppstillingarnefnd eiga möguleika á að bjóða sig fram á landsfundinum, kjósi þeir svo.Auk þeirra sem uppstillingarnefnd gerir tillögu um, þá buðu eftirfarandi sig fram til stjórnarstarfa:Halldór Gunnarsson Hvolfsvöllur; aðalstjórn. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir Reykjavík; aðalstjórn eða varastjórn. Magnús Þór Einarsson Reykjanesbær, ótilgreint stjórnarstarf.Uppstillingarnefnd LEB 2021 skipa: Haukur Halldórsson formaður Akureyri, Stefanía Magnúsdóttir ritari Garðabæ, Ómar Kristinsson Kópavogi, Sigurbjörg Gísladóttir Reykjavík og Guðrún Eyjólfsdóttir Reykjanesbær.

Previous
Previous

Vanvirðing við eldra fólk

Next
Next

Fjöldatakmarkanir fara í 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí