Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 4. maí 2020 fyrir þjónustuíbúðir og félagsstarf eldri borgara í félagsmiðstöðvum á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
Þjónustuíbúðir og tilslakanir frá 4. maí 2020
Heimsóknir:
Heimsóknabann hefur ekki verið í þjónustuíbúðakjörnum nema í Seljahlíð. Hins vegar hefur verið óskað eftir að heimsóknir séu mjög takmarkaðar. Sá háttur verður áfram hafður á fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef tilmæli sóttvarnayfirvalda kveða á um.Í maí 2020 er ekki gert ráð fyrir að börn og ungmenni (yngri en 14 ára) komi í heimsókn en vonir standa til að heimsóknir verði rýmkaðar frekar í júní 2020 með nýjum tilmælum sóttvarnayfirvalda. Nánari leiðbeiningar sem stjórnendur og starfsfólk þjónustuíbúða eru beðin að hafa til hliðsjónar:
- Forstöðumaður hvetur starfsfólk, íbúa og heimsóknargesti að gæta áfram árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri.
- Forstöðumaður hvetur starfsfólk, íbúa og gesti til að hlaða niður smitrakningarappi Almanna- varna og starfsfólk heimilisins aðstoðar við það ef svo ber undir.
- Mælst er til þess að aðeins einn gestur mæti í heimsókn til íbúa á hverjum tíma.
- Gestur fer rakleiðis að íbúð íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.
- Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum húsnæðis. Einn í einu í lyftu.
- Gestir eru beðnir að virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir eins og verða má.
- Gestir spritta hendur áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. Þeir forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er.ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
- eru í sóttkví
- eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
- hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
- eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur munu tilslakanir ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
Aðrar tilslakanir í þjónustuíbúðakjörnum
Frá og með 4. maí 2020 verður hámarksheimild í hverju rými 50 manns skv. opinberum tilmælum. Þrátt fyrir það verður áfram 20 manna hámark í hverju rými þjónustuíbúðakjarna eins og frekast er unnt. Einnig er sú almenna regla áfram í gildi að starfsfólk í umönnun vinni sem mest með sama hópi.Hárgreiðsla og hársnyrting/fótaaðgerðir og fótsnyrting:Gæta þarf vel að aðskilnaði íbúa frá utanaðkomandi gestum. Hár- og fótsnyrting eru aðeins leyfðar fyrir einn hóp i einu annars vegar fyrir íbúa í þjónustuíbúðakjarna og starfsfólk og hinsvegar fyrir einstaklinga utan úr hverfi. Einstaklingar utan úr hverfi mega ekki koma inn í þjónustuíbúðakjarna til að fá þessa þjónustu á sama tíma og íbúar eru í rýminu. Gæta þarf að smitvörnum og sótthreinsa snertifleti milli allra viðskiptavina. Hafa þarf sérstaka opnunartíma fyrir einstaklinga utan úr hverfi, t.d einn dag í viku. Einstaklingar sem koma utan úr hverfi verða sóttir af starfsmanni að útidyrum og viðhalda verður 2 metra reglu meðal viðskiptavina.
Frá og með 4. maí 2020 er hámarksheimild í hverju rými 50 manns skv. opinberum tilmælum en áfram verður haldið í regluna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými þjónustuíbúðakjarna. Ekki er gert ráð fyrir að einstaklingar sem búa utan þjónustuíbúðakjarna nýti sér félagsstarf í þjónustuíbúðakjörnum. Áfram skal gæta að grundvallarsmitgát og virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir eins og unnt er. Mælst er til að íbúar noti salerni í íbúðum sínum.Þessar takmarkanir verða endurskoðaðar 2. júní 2020 og fyrr ef þörf er á að herða aftur sóttvarna- ráðstafanir.Matur í þjónustuíbúðakjörnumEkki verður opnað fyrir matarþjónustu 4. maí. Það verður endurskoðað við næstu breytingu á tilslökunum. Þess í stað verður núverandi fyrirkomulag við heimsendingu matar framlengt, þ.e. að allir geti pantað mat heim (án þess að sérstakt mat sé gert) en það átti að gilda út apríl. Ástæðan er sú að of erfitt er að framfylgja 2 metra reglunni í matsal ásamt því að fólk þarf ennþá að geta fengið heimsendan mat vegna t.d. ótta við að fara út af heimili sínu. Tilkynnt verður um opnun á matarþjónustu í þjónustuíbúðakjörnum um leið og dregið verður úr þessu fyrirkomulagi við heimsendingu matar.
Almennt
Frá og með 4. maí 2020 er hámarksheimild í hverju rými 50 manns en áfram verður haldið í regluna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými félagsmiðstöðva félagsstarfs eldri borgara. Áfram skal gæta að grundvallarsmitgát og virða 2 metra fjarlægðartakmarkanir svo fremi sem unnt er. Gestir í félagsstarfi verða að spritta hendur áður en gengið er inn í sali og einnig við brottför. Til að hægt sé að tryggja 2 metra reglu og að fjöldi verði ekki meira en 20 manns þarf fólk að skrá sig fyrir fram á þá viðburði sem verða í boði. Þar sem innangengt er í félagsstarf úr húsinu eru sameiginleg salerni merkt, annars vegar fyrir íbúa í húsinu og hins vegar utanaðkomandi gesti.Gestir mega ekki koma í félagsstarf ef þeir:
- eru í sóttkví
- eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
- hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
- d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
- Þessar takmarkanir verða endurskoðaðar 2. júní 2020 og fyrr ef þörf er á að herða aftur sóttvarnaráðstafanir.
- Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur munu tilslakanir ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
Sóttvarnarnefnd velferðarsviðs, 29.apríl 2020