Tvær tillögur til stjórnmálamanna

  

„Líf­eyr­ir TR þarf að fylgja launaþróun – og hækka þarf al­mennt frí­tekju­mark líf­eyr­is til að auðvelda eldri borg­ur­um að hverfa af vinnu­markaði.“

 

Eft­ir Ingi­björgu H. Sverr­is­dótt­ur formann Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Hauk Arnþórs­son varamann í stjórn:

 Rík­is­stjórn­in og Alþingi þurfa að bregðast við nýj­um og aðkallandi aðstæðum í mál­efn­um eldri borg­ara. Hér er átt við tvennt: (i) Að líf­eyr­ir Trygg­inga­stofn­un­ar þarf að fylgja launaþróun til að kaup­mátt­ur aldraðra rýrni ekki og fá­tækt auk­ist ekki meðan krepp­an geng­ur yfir. (ii) Að hækka þarf al­mennt frí­tekju­mark líf­eyr­is Trygg­inga­stofn­un­ar til að eldri borg­ar­ar, 65 ára og eldri (hægt er að flýta töku líf­eyr­is um 24 mánuði), eigi auðveld­ara með að fara af vinnu­markaði, en við það skap­ast svig­rúm til at­vinnu fyr­ir yngra fólk.

Líf­eyr­ir fylgi launaþróun

Meg­in­krafa eldri borg­ara vegna fjár­laga­gerðar fyr­ir árið 2021 er að líf­eyr­ir hækki um sömu krónu­tölu og lægstu laun, eða kr. 15.750. Með því héld­ist mis­mun­ur launa­tekna og líf­eyr­is sá sami milli ár­anna 2020 og 2021. Hins veg­ar ætti þá eft­ir að leiðrétta eldri kjaram­is­mun, en um ára­bil hef­ur dregið í sund­ur með líf­eyri og lægstu laun­um - og ekki er farið fram á að það verði leiðrétt með einu penn­astriki meðan COVID-krepp­an geng­ur yfir – held­ur haldið í horf­inu.Þetta þýðir að líf­eyr­ir eldri borg­ara í sam­búð (sem um ¾ þeirra munu vera) yrði kr. 272.550/​mán. á næsta ári eða kr. 231.676 eft­ir skatta.Hér er farið fram af sann­girni og raun­sæi. Ljóst er að þúsund­ir eldri borg­ara hafa ekki annað en líf­eyri sér til fram­færslu og þyrfti að gera veru­lega bet­ur ef út­rýma ætti fá­tækt í þess­um hópi. Það verk­efni verður ekki um­flúið. Efna­hags­leg staða eldri borg­ara veld­ur mik­illi óánægju og reikna má með að all­ir stjórn­mála­flokk­ar þurfi að axla ábyrgð sína á kjör­um þeirra þegar til lengd­ar læt­ur.

Hækk­un frí­tekju­marks

Al­mennt frí­tekju­mark vegna líf­eyr­is er nú 25 þús. kr. og sér­stakt frí­tekju­mark vegna at­vinnu­tekna er 100 þús. kr. Eldri borg­ar­ar sem vinna úti hafa því 125 þús. kr. frí­tekju­mark – en þeir sem hætt­ir eru störf­um hafa 25 þús. kr. frí­tekju­mark.Þess­ar regl­ur voru sett­ar fyr­ir nokkr­um árum til að mæta kröf­um úti­vinn­andi eldri borg­ara og þörf­um vinnu­markaðar­ins fyr­ir aukna starfs­krafta – en þá þurfti að flytja inn er­lent starfs­fólk í stór­um stíl vegna þenslu.Nú er öld­in önn­ur – út­lit er fyr­ir að um 25 þús. manns verði at­vinnu­laus­ir um næstu ára­mót, það er að mestu leyti ungt fólk. Flest­ir þeirra fara af tekju­tryggðum at­vinnu­leys­is­bót­um um ára­mót og verða eft­ir það á strípuðum bót­um – þannig að þegar líða tek­ur á vet­ur­inn munu heim­ili tuga þúsunda íbúa; barna, ung­linga og full­orðinna eiga erfitt með, eða verður gert ómögu­legt, að greiða af íbúðarlán­um sín­um.Enda þótt von­ir standi til þess að at­vinnu­lífið taki hratt við sér má reikna með til­tölu­lega löngu at­vinnu­leysi fyr­ir marga, bæði vegna mik­ill­ar sjálf­virkni­væðing­ar í Covid-far­aldr­in­um, sú sjálf­virkni geng­ur ekki til baka – og það tek­ur tíma að ná aft­ur sama at­vinnu­stigi og var. At­vinnu­leysi eft­ir fjár­málakrepp­una 2008-2009 óx fram til 2014.Við þess­ar aðstæður get­ur ríkið þurft að hvetja eldri borg­ara til að rýma til á vinnu­markaði – enda beri þeir ekki skarðan hlut frá borði. Það má gera með hækk­un al­menns frí­tekju­marks í 125 þús. kr. (þessi tekju­mörk eru frá upp­hafi árs 2017 og sam­svara 140 þús. kr. nú – og þyrfti að hækka þau með verðlagsþróun). Það myndi þýða að meira yrði eft­ir handa hverj­um og ein­um eft­ir starfs­lok – og er þá átt við þann hóp sem á meðal­mik­il og lít­il rétt­indi í líf­eyr­is­sjóðum. Þessi breyt­ing er það mik­il­væg að hún get­ur skipt sköp­um fyr­ir ákv­arðanir margra um hvenær starfs­lok eru hag­kvæm.Breyt­ing­ar í þessu efni þurfa að ná til allra 65 ára og eldri, í takt við það að nú er hægt að flýta töku líf­eyr­is um 24 mánuði.Þessu fylg­ir að sönnu kostnaður fyr­ir rík­is­sjóð (aukn­ar líf­eyr­is­greiðslur), en á móti kem­ur að at­vinnu­leys­is­bæt­ur lækkuðu. Þannig gæti þessi breyt­ing kostað lítið miðað við aðrar lausn­ir gegn at­vinnu­leysi.

Previous
Previous

Stjórn og kjaranefnd LEB álykta um kjör eldri borgara

Next
Next

Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða