Upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta Alzheimersamtakanna núna opin öllum!

 

Gott að eldast er yfirskrift aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum eldra fólks. Liður í henni er að þróa þjónustu við borgarana í takt við breyttar þarfir og nýja tíma. Ein aðgerðanna fjallar um að auðvelda aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf um hvað eina sem varðar heilabilun, svo sem varðandi þjónustu og sérhæfðari ráðgjöf.

Alzheimersamtökin hafa um árabil veitt ráð vegna fólks með heilabilun en ekki haft stöðugildi fyrr en nú til að sinna upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu. Þjónustan verður opin öllum landsmönnum og verður fólki að kostnaðarlausu. Hún verður veitt í húsakynnum Alzheimersamtakanna, í fjarviðtali eða í gegnum síma – eftir því hvað hentar best.

Hægt er að panta tíma í ráðgjöf í síma 520-1082 eða með því að senda póst á netfangið radgjafi@alzheimer.is

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi MA, er verkefnastjóri upplýsinga- og ráðgjafaþjónustunnar. Hún útskrifaðist með starfsréttindi í félagsráðgjöf árið 2012. Hún hefur starfað á Landspítalanum, bæði á geðdeild og á Landakoti. Einnig hefur hún starfað við félagslegan heimastuðning í Reykjavík.

 

Previous
Previous

Verkefnið Bjartur lífsstíll fyrir eldra fólk hlýtur áframhaldandi styrk

Next
Next

Fréttabréf desember U3A - Háskóla 3ja æviskeiðsins