Úti-Hreystistöð á Selfossi fyri eldri borgara
Það var glaðvær hópur sem kom saman við félagsheimili FEB að Grænumörk 5 á Selfossi laugardaginn 16. maí sl. Guðfinna Ólafsdóttir formaður félagsins bauð gesti velkomna og tók f.h. félagagsins formlega í notkun hreystistöð sem nokkur góðgerðarfélög og fyrirtæki á Selfossi gáfu félaginu. Enda vel við hæfi að þessi stærsta úti-hreyfistöð fyrir eldri borgara rísi á Selfossi enda er Árborg eitt þeirra sveitarfélaga sem er Heilsueflandi samfélag.Tækið er finnskt frá fyrirtækinu Lappset sem JóhannHelgi.is er með umboð fyrir. Tækið var sett upp sl. haust en ekki náðist að vígja það áður en veturinn skall á. En fyrrnefndan laugardag í blíðskaparveðri bauð félagið fulltrúum gefenda og sveitarfélagsins Árborgar að koma í smá móttöku og prófa tækið. Jóhann Helgi mætti sjálfur og úskýrði notkun tækisins og allir fengu að prófa.Stöðin byggir mikið á að þjálfa jafnvægið sem við eldri borgarar missum smátt og smátt ef ekkert er gert í málunum. Margir notendur geta verið að æfa í einu sem gerir æfingatímann skemmtilegri. Tröppur, göngunet, bylgjuslá, armbeygjuslá, jafnvægisbretti, uppstig fyrir kálfana, jafnvægsbrú, fingrastigi, jafnvægisgormur, mjaðmagormur, jafnvægisslá, úlnliðsæfingar, handsnúningshjól. Allar þessar æfinga býður tækið upp.Stöðin er staðsett við félagsmiðstöðina að Grænumörk 5 og er það von aðstandenda að félagar í FEB og allir sem vilja nýti sér tækið.Það er auðvelt að halda 2ja metra bilinu en vissara að hafa hanska því við þurfum kannski að styðja okkur þegar við göngum yfir jafnvægisbrúna eða göngunetið en þar gildir að lyfta fótunum nógu hátt svo við rekumst ekki í netið.Það er aldrei of oft sagt að eldri borgarar þurfa að styrkja sig líkamlega, vöðvarnir vilja rýrna með aldrinum og þetta tæki gefur okkur svo sannarlega færi á að bæta úr.Þau fyrirtæki og félagasamtök sem styrktu FEB við kaupin á hreystitækinu eru: Kvenfélag Selfoss, Rebekkustúkan Þóra IOOF, Selfossi, Rótarýklúbbur Selfoss, LEB - Landssamband eldri borgara, Lyfja Selfossi, Set röraverksmiðja m.m. Selfossi, Sláturfélag Suðurlands, Arion banki og Landsbanki Íslands. Sveitafélagið Árborg sá um og kostaði uppsetningu hreystistöðvarinnar.Hugmyndina eiga Sigríður J. Guðmundsdóttir fyrrv. form. FEB og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir fyrrv. deildarstjóri félagsmálasviðs Árborgar.Útileiktækjaframleiðandinn Lappset er Finnskt fyrirtæki stofnað árið 1970 staðasett í Rovaniemi og er selt í yfir 40 löndum. www.lappset.comÁ árunum 2003-2004 tók Lappset, ásamt hópi menntaðra íþróttaþjálfara og stórum hópi eldri borgara þátt í rannsókn þar sem komið var fyrir útileiktækjum inni á rannsóknarstöð í Rovaniemi. Hópnum var skipt í tvennt og æfði hver hópur einu sinni í viku. Annar hópurinn gerði hefðundnar leikfimisæfingar án æfingartækja en hinn hópurinn léku sér og æfðu með börnum í Lappset útileiktækjum ásamt einföldum æfingartækjum.Niðurstöður rannsóknanna sýndu bætingu hjá báðum hópunum í vöðvamassa og viðbragðstíma. En hópurinn sem lék við börnin í leiktækjunum sýndi betri árangur. Þetta sýndi að þótt þú sért orðin 65+ getur þú aukið jafnvægi þrek og styrk. Þetta varð kveikjan hjá Lappset í að sérhæfa sig í framleiðslu á æfingartækjum fyrir eldri borgara.Heilsustöðvar fyrir eldri borgara / SENIOR SPORT https://www.lappset.com/products/product-search?product_group=SPG05Jóhann Helgi & Co www.johannhelgi.is hófu innflutning og sölu á Lappset árið 1994.