Viltu láta gott af þér leiða?
Maðurinn er félagsvera sem þarfnast samskipta við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning sem kemur fram þegar skortur er á félagslegum tenglsum.- Gunnar Dal
Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim tilgangi að minnka einmanaleika og til að efla félagsleg tengsl þeirra sem þess þurfa. Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska og er vinaspjall í allt að hálftíma í senn, einu sinni eða tvisvar í viku á tíma sem báðum aðilum hentar.Stutt símaspjall getur rofið einmanaleika og fært gleði og vellíðan inn í daginn.Þar sem sími er notaður þá eru fjarlægðir ekki hindrun og því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið. Sjálfboðaliði á Ísafirði getur t.d. hringt í símavin á Egilsstöðum. Símavinir Rauða krossins er verkefni sem hentar því öllum sem langar til að eiga skemmtilega stund án fyrirhafnar, einu sinni til tvisvar í viku.Ef þú átt lausar 30 – 60 mínútur á viku og langar að láta gott af þér leiða, þá gætir þú gerst sjálfboðaliði og lagt Símavinum Rauða krossins lið.Vertu með og taktu þátt í að minnka einmannaleikann um land allt 😊 Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á hér: Á heimasíðu Rauða krossins. [embed]https://www.youtube.com/watch?v=Ov0XDTSxpvo[/embed]
- - - - -