Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk – kynningarfundur 5. desember

Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk – kynningarfundur 5. desember - myndStjórnarráðið

 

Félags- og vinnumarkaðsráðherra og heilbrigðisráðherra halda opinn kynningarfund 5. desember kl. 11–13 á hótel Hilton Nordica, þar sem kynnt verða drög að aðgerðaáætlun til fjögurra ára um heildarendurskoðun þjónustu við eldra fólk. Í stuttum erindum verður sagt frá því hvernig á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu. Fundurinn er öllum opinn en óskað eftir því að þau sem ætli að mæta skrái sig fyrir fram. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar líkt og fram kemur í stjórnarsáttmála. Markmiðið er að trygga eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu og að þjónustan sé veitt þegar hennar er þörf, á forsendum fólksins sjálfs og á réttu þjónustustigi.Verkefnastjórn sem skipuð var síðastliðið sumar hefur unnið að mótun aðgerðaáætlunarinnar í samvinnu við haghafa. Áætlunin á sér stoð í ályktun Alþingis um heilbrigðisþjónustu við aldraða og byggir á viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk sem undirrituð var á Kjarvalsstöðum í sumar. Að yfirlýsingunni stóðu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Landssamband eldri borgara.Verkefnastjórnin sem unnið hefur að mótun aðgerðaáætlunarinnar stóð nýlega fyrir vinnustofu með hagaðilum þar sem þessi mál voru til umfjöllunar. Ábendingar og tillögur sem þar komu fram hafa nýst í vinnu verkefnastjórnarinnar.Stefnt er að því að á drögin að aðgerðaáætluninni verði birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni. Áætlunin verður síðan lögð fram sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2023.

Skráning þátttöku og streymi frá fundinum

Kynningarfundurinn á Hilton Reykjavík Nordica stendur frá kl. 11-13 og er öllum opinn. Óskað er eftir því að þau sem ætla að mæta skrái þátttöku sína þar sem í boði verða léttar veitingar.Streymt verður beint frá fundinum og þar er dagskráin einnig birt: https://www.stjornarradid.is/eldrafolk

Previous
Previous

Verkefnið Bjartur lífsstíll - heilsuefling eldra fólks framlengt um eitt ár

Next
Next

Vinna að heilsu­eflingu og auknu heilsu­læsi fyrir 60 ára og eldri