AfsláttarAPP og Afsláttarbók 2022
Enn einu sinni er hin ástsæla Afsláttarbók LEB komin út með upplýsingum um góð kjör öllum skráðum félagsmönnum allra aðildarfélaga LEB til handa, hvort sem þeir eru á sínum heimaslóðum eða á ferð um landið.Því er það með mikilli gleði að sú góða bók, Afsláttarbókin 2022, er nú orðin líka rafræn í formi AfsláttarAPPs og allir félagsmenn geta haft hana í símanum sínum hvar sem þeir eru staddir hverju sinni og virkjað þau tilboð sem þeim lýst á með einföldum hætti. Þannig tökum við tæknina í okkar hendur, bókstaflega. Við erum í nútímanum og við fylgumst með.Afsláttarbókin er unnin í samstarfi við FEB í Reykjavík. Umsjón með vinnslu hennar hefur Leturstofan í Vestmannaeyjum haft með höndum og þökkum við þeim öfluga vinnu við að setja bókina upp, búa til prentunar og safna auglýsingum.AfsláttarAPPið sem við kynnum nú til sögunnar er bylting í að miðla hagstæðum afsláttarkjörum til allra félagsmanna okkar hvar á landinu sem þeir eru. Í APPinu er sjálf Afsláttarbókin einnig í heild sinni.Steinunn Valdimarsdóttir verkefnastjóri innleiðingar tæknilausna hefur stjórnað innleiðingu AfsláttarAPPsins í samvinnu við Torgið.Við þökkum einnig félögum okkar um allt land sem hafa safnað með okkur hagstæðum afsláttarkjörum fyrir félagsmenn aðildarfélaga LEB.Við hvetjum alla eindregið til þess að nota AfsláttarAPPið vegna þess hversu þægilegt og handhægt APPið er fyrir afsláttarkjör.Fólk hefur það í símanum sínum og flestallir eru alltaf með símann sinn á sér. Þetta er auk þess mikill sparnaður fyrir utan hagkvæmnina fyrir hvern og einn notanda. Samhliða þessu spörum við þónokkur tré sem fara í prentun Afsláttarbókarinnar t.d.AfsláttarAPPið er:
- Handhægt
- Fer létt í vasa
- Alltaf með í för
- Auðvelt í notkun
- Ókeypis
- Umhverfisvænt
Á heimasíðu LEB er að finna PDF skjal með leiðbeiningum fyrir félagsmenn um uppsetningu og notkun AfsláttarAPPsins. Smellið á tengilinn til að skoða leiðbeiningarnar:
AfsláttarAPP – Leiðbeiningar fyrir félagsmenn
Á heimasíðu LEB er einnig hægt að nálgast Afsláttarbókina 2022 á rafrænu formi. Smellið á tengilinn til að skoða Afsláttarbókina:
Upplýsingar frá Torginu um AfsláttarAPPið: https://youtu.be/vhdiFFPG9EU